Ný saga - 01.01.1990, Page 32

Ný saga - 01.01.1990, Page 32
Gagnrýni dag- blaöanna megnar sjaldnast aö opna augu lesenda fyrir gildi nýjunga, skilja hismiö frá hveitinu. Gunnlaugsson ritaði um eina bók í desember síðastliðnum.' Um minningarrit skrifa oftast bókmenntafræðingar eða menn úr sömu starfsstétt og sögupersónan. Menn sem eru virkir í stjórnmálum skrifa jafnan um rit tengd stjórn- málasögu en ekki sagnfræð- ingar, nema þeir sameini þetta tvennt. Eitt aðaleinkenni á umfjöll- un dagblaðanna er hve hún er í höndum fárra manna. Eng- inn hefur þó lifibrauð sitt af því að skrifa gagnrýni. í víð- lesnasta dagblaði landsins, Morgunblaðinu, hefur Erlend- ur Jónsson löngum fjallað um langflest sagnfræðirit. í jóla- mánuðinum 1988 skrifaði hann t.a.m. um bækur þeirra Jóns Þ. Þórs, Olafs Asgeirsson- ar, Friðriks Olgeirssonar og þriggja binda verk Skúla Helgasonar um sögu Þorláks- hafnar. En hann skrifaði um fleiri bækur og ekki eingöngu um sagnfræðirit. í desember einum 1988 skrifaði Erlendur umsögn um 37 rit. Sigurjón Björnsson er nú einnig farinn að skrifa fyrir Morgunblaðið og fjallar um allmörg sagn- fræðirit. Ritdómar dreifast mun betur milli gagnrýnenda hjá DV og þar skrifa flestir sagnfræðingarnir. Gagnrýnendur dagblaðanna skortir tvær mikilvægar for- sendur til að geta staðið undir nafni, tíma og rúm. Ritdómar er yfirleitt mjög stuttir enda eru blöðin yfirfull af öðru efni í desember, sérstaklega aug- lýsingum. Umsagnir um sagn- fræðirit lengjast þó ekki að neinum mun þegar þær birtast aðra mánuði ársins. Hér er Þjóðviljinn lofsverð undan- tekning. Þar fær Einar Már Jónsson töluvert svigrúm þeg- ar hann fjallar um sagnfræði- rit. Talsvert hefur borðið á nýj- ungum í sagnaritun hér á landi síðastliðinn áratug. Fjöl- breytni í efnisvali, viðhorfum og aðferðum sagnfræðinga hefur aukist. Þeir hafa einnig lagt sig fram um að auðga framsetningu og leitað nýrra forma. Sagnir, Tímarit sagn- frœðinema og Ný Saga bera m.a. vitni um þessa grósku. í umfjöllun fjölmiðla verður gróandans í greininni lítt vart. Öll lífvænleg sagnfræði felur í sér sköpunarmátt. Hún fær lesandann til að sjá fyrirbæri sem hann taldi sig þekkja í nýju ljósi. Gagnrýni dagblað- anna megnar sjaldnast að opna augu lesenda fyrir gildi nýjunga, skilja hismið frá hveitinu. Endurmat viðtekinna skoðana krefst áreynslu. Gagnrýnendur blaðanna þurfa mun meira olnbogarými til að koma slíkri endurskoðun við. Hráefnið sem sagnfræðingar vinna úr eru heimildir. I rit- dómum er allajafna rætt um hve sagnfræðingar séu miklir aflamenn þegar heimildir eru annars vegar. Annað kastið er getið um þau mið sem sagn- fræðingar róa á, taldar eru upp helstu aflategundir og jafnvel gefið upp nákvæmt aflamagn. „Það er ekki ófróðlegt að kynna sér heimildaskrána í bókarlok. Þar eru talin upp nær áttatíu prentuð ritverk, að meðtöldum fréttablöðum, auk djöfuldóms af óprentuðum heimildum, bæði í einkaeign Fengsæll sagnfræöingur. 30
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.