Ný saga - 01.01.1990, Síða 40

Ný saga - 01.01.1990, Síða 40
lensk menning lögð með ein- hverjum hætti að jöfnu við ís- lenska tungu. Eitt dæmi sem stundum er nefnt um stórvirki „íslenskrar tungu og menning- ar“ eru Hómersþýðingar Sveinbjarnar Egilssonar. Þær eru hins vegar að hluta til sprottnar upp úr tilraunum danskra skólayfirvalda til þess laga íslenska skóla í meira mæli en áður að dönskum fyr- irmyndum. Tengsl við erlenda menn- ingu hafa alltaf verið nokkur og hafa jafnan hrist upp í ís- lensku þjóðlífi. Menningar- sögulega séð hefur þó dönsk menning sérstöðu, vegna sam- bands þjóðanna um margar aldir. Menntun og menning ís- lendinga var lengi vel dönsk. Með nokkrum rétti mætti þó segja að hinn danski þáttur í menningu íslendinga sé angi af íslenskri kirkjusögu. Of oft er horft fram hjá mikilvægi kirkjusögunnar til skilnings á menningarsögunni, því að menntakerfið var í höndum kirkjunnar og þar rneð allur hinn latneski þáttur í menn- ingu landans á fyrri öldum. Eftir siðbót urðu latínuskólarn- ir á Hólum og í Skálholti í grundvallaratriðum danskir skólar og miðuðust við mennt- un í klassískum málum og bókmenntum og undirbúning undir nám í heimspeki og guðfræði. Það yoru afsprengi þessa danska menntakerfis sem stunduðu fræði og fornar menntir bæði hér á landi og í Kaupmannahöfn, enda urðu íslensk fræði til á 17. öld vegna áhuga danskra fræði- manna á forsögu Danmerkur. Vöxtur þeirra og viðgangur á 18. og 19. öld er öðru fremur Kaupmannahafnarháskóla að þakka. Það er ekki fyrr en með stofnun Háskóla Islands og endurskoðun menntakerf- isins á 20. öld að hin danska menntahefð íslendinga hefur verið rofin með þeim afleið- ingum að hún hefur gleymst í menningarsögu þjóðarinnar. Hér að ofan hefur aðeins verið vikið að tungumálunum sjálfum og menntakerfinu, en ekki samspili þeirra og áhrif- um þeirra innbyrðis, bæði bókmenntalegum og öðrum. Hvaða áhrif hafði þetta á ís- lenska menntamenn og stöðu þeirra í íslensku samfélagi? Voru íslenskir menntamenn útlendingar innanlands jafnt sem utan? Eða var stórborgin þeirra heimahagar svo að þeir urðu hálfgerðir utangarðs- menn ef þeir sneru aftur heim til íslands? Langdvalir erlendis í borgum hljóta að minnsta kosti að hafa sett sitt mark á marga þá sem sneru aftur til þess að sinna andlegum við- fangsefnum í fásinni sveitalífs- ins. Þannig má gera sér þá mynd af íslenskri menningu að hún sé ofin úr fjölda þátta, af inn- lendum jafnt sem erlendum toga, og að íslenskir mennta- menn hafi áður fyrr verið í ekki ósvipaðri stöðu og ís- lenskir menntamenn eru nú á dögum. Á tímum þegar mikið er rætt um „fjölmenningu“ er ekki úr vegi að gera sér grein fyrir því að jafnvel íslensk menning er „fjölmenningar- legs“ eðlis. í henni eru þættir sem ganga ekki upp ef gert er ráð fyrir einhvers konar hreinni íslenskri menningu frá upphafi. Það er raunar vafa- mál hvort landnámsmenn hafi haft slíkt hugtak í kollinum þegar þeir sáu fjöll rísa úr hafi eftir nokkurra dægra siglingu frá Noregi eða Bretlandseyj- um; og glampaði á skyggnda hjálmana í sólskininu. Skálholtsskóli: danskt menntasetur eöa miðstöö þjóöiegs menningararfs? 38
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.