Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 40
lensk menning lögð með ein-
hverjum hætti að jöfnu við ís-
lenska tungu. Eitt dæmi sem
stundum er nefnt um stórvirki
„íslenskrar tungu og menning-
ar“ eru Hómersþýðingar
Sveinbjarnar Egilssonar. Þær
eru hins vegar að hluta til
sprottnar upp úr tilraunum
danskra skólayfirvalda til þess
laga íslenska skóla í meira
mæli en áður að dönskum fyr-
irmyndum.
Tengsl við erlenda menn-
ingu hafa alltaf verið nokkur
og hafa jafnan hrist upp í ís-
lensku þjóðlífi. Menningar-
sögulega séð hefur þó dönsk
menning sérstöðu, vegna sam-
bands þjóðanna um margar
aldir. Menntun og menning ís-
lendinga var lengi vel dönsk.
Með nokkrum rétti mætti þó
segja að hinn danski þáttur í
menningu íslendinga sé angi
af íslenskri kirkjusögu. Of oft
er horft fram hjá mikilvægi
kirkjusögunnar til skilnings á
menningarsögunni, því að
menntakerfið var í höndum
kirkjunnar og þar rneð allur
hinn latneski þáttur í menn-
ingu landans á fyrri öldum.
Eftir siðbót urðu latínuskólarn-
ir á Hólum og í Skálholti í
grundvallaratriðum danskir
skólar og miðuðust við mennt-
un í klassískum málum og
bókmenntum og undirbúning
undir nám í heimspeki og
guðfræði. Það yoru afsprengi
þessa danska menntakerfis
sem stunduðu fræði og fornar
menntir bæði hér á landi og í
Kaupmannahöfn, enda urðu
íslensk fræði til á 17. öld
vegna áhuga danskra fræði-
manna á forsögu Danmerkur.
Vöxtur þeirra og viðgangur á
18. og 19. öld er öðru fremur
Kaupmannahafnarháskóla að
þakka. Það er ekki fyrr en
með stofnun Háskóla Islands
og endurskoðun menntakerf-
isins á 20. öld að hin danska
menntahefð íslendinga hefur
verið rofin með þeim afleið-
ingum að hún hefur gleymst í
menningarsögu þjóðarinnar.
Hér að ofan hefur aðeins
verið vikið að tungumálunum
sjálfum og menntakerfinu, en
ekki samspili þeirra og áhrif-
um þeirra innbyrðis, bæði
bókmenntalegum og öðrum.
Hvaða áhrif hafði þetta á ís-
lenska menntamenn og stöðu
þeirra í íslensku samfélagi?
Voru íslenskir menntamenn
útlendingar innanlands jafnt
sem utan? Eða var stórborgin
þeirra heimahagar svo að þeir
urðu hálfgerðir utangarðs-
menn ef þeir sneru aftur heim
til íslands? Langdvalir erlendis
í borgum hljóta að minnsta
kosti að hafa sett sitt mark á
marga þá sem sneru aftur til
þess að sinna andlegum við-
fangsefnum í fásinni sveitalífs-
ins.
Þannig má gera sér þá mynd
af íslenskri menningu að hún
sé ofin úr fjölda þátta, af inn-
lendum jafnt sem erlendum
toga, og að íslenskir mennta-
menn hafi áður fyrr verið í
ekki ósvipaðri stöðu og ís-
lenskir menntamenn eru nú á
dögum. Á tímum þegar mikið
er rætt um „fjölmenningu“ er
ekki úr vegi að gera sér grein
fyrir því að jafnvel íslensk
menning er „fjölmenningar-
legs“ eðlis. í henni eru þættir
sem ganga ekki upp ef gert er
ráð fyrir einhvers konar
hreinni íslenskri menningu frá
upphafi. Það er raunar vafa-
mál hvort landnámsmenn hafi
haft slíkt hugtak í kollinum
þegar þeir sáu fjöll rísa úr hafi
eftir nokkurra dægra siglingu
frá Noregi eða Bretlandseyj-
um; og glampaði á skyggnda
hjálmana í sólskininu.
Skálholtsskóli: danskt menntasetur eöa miðstöö þjóöiegs menningararfs?
38