Ný saga - 01.01.1990, Síða 43
ROMM ER SU TAUG
ÚR SVEITALOFTINU
Á „MÖLINA“
Þeir sem voru upprunnir utan
höfuðstaðarins og höfðu alist
upp við aðstæður sem ein-
kenndu fremur sveitasamfé-
lagið en hið nýja þéttbýlis-
þjóðfélag áttu oft erfitt með að
fóta sig í bænum um miðbik
20. aldar. í fyrsta sinn sem
sumir komu til bæjarins úr
hreinu sveitaloftinu virtist
þeim jafnvel frágangssök að
draga andann, en tóku síðan
eftir því að þetta gerðu allir
aðrir og þá hlaut það að vera
gott!6 En innflytjendanna beið
stórt hlutverk og bærinn bar
„þess gleggri merki en nokkur
annar staður hérlendis, að í-
búar ... [hans] eru fólk, flutt
þangað frá ólíkum byggðum,
alið upp við ólík skilyrði og ó-
líka lífsbaráttu. Sérkenni þess
speglast margvíslega í athöfn-
um þess, fasi og samfélags-
hátturn," var ritað seint á sjötta
áratugnum, og bætt við: „Það
er þetta fólk sem markað hef-
ur einkenni höfuðstaðarins,
framfarir hans og hið dug-
mikla framtak sem hefur verið
og er einkenni Reykjavíkur.
Það hefur gert Reykjavík að
byggilegasta stað landsins."7
Innflytjendum gekk þó misvel
að semja sig að nýjum að-
stæðum. Einstaka mönnum
tókst það aldrei, aðrir virtust
óánægðir með sitt nýja hlut-
skipti. Þeir sem áttu erfitt
með að fóta sig á mölinni og
skjóta þar rótum reyndu að
halda hópinn eftir mætti. Þeir
leituðust við að halda í upp-
runa sinn og tengsl við átthag-
ana - sveitina eða þorpið.
Jafnvel fólk sem hafði flutt
ungt til bæjarins leit á sig sem
eins konar gesti þar og hend-
ingar úr fornu latnesku kvæði
eftir skáldið Ovidius, í þýð-
ingu Sveinbjarnar Egilssonar,
ómuðu oft í eyrum manna á
fimmta og sjötta áratugnum:
„Römm er sú taug, sem rekka
dregur föðurtúna til.“ Á þessu
tímabili döfnuðu átthagafélög
Eftirsjá! Margir aðfluttir Reykvíkingar söknuðu sveitalífsins og leituðust við að halda í uppruna sinn.
Margir áttu búfé í heimahögum sem þeir reyndu að sinna eftir bestu getu.
í Reykjavík. Starfsemi þeirra
var oft fjölbreytt og vel skipu-
lögð og fjöldi félagsmanna
skipti þúsundum þegar þau
voru öflugust.
Félagsstarf innflytjenda í
Reykjavík var ekki nýtt af nál-
inni um miðja öldina en á
fyrri hluta hennar var það að
mestu tilviljanakennt og lítt
markvisst. Ein ástæða þess að
skipulögð starfsemi átthagafé-
laga átti vart upp á pallborðið
hjá aðfluttum Reykvíkingum
framan af öldinni, eða var
ekki nauðsynleg, átti m.a. ræt-
ur í því að á þeirn tíma hafði
þéttbýlið í Reykjavík og lífið í
bænum ekki tekið á sig þá
mynd sem síðar varð og fólki
hefur naumast fundist það
vera ýkja fjarri heimahögun-
um. Umgjörð bæjarins ein-
kenndist a.m.k. fremur af hátt-
um sveitasamfélagsins en hinu
nýja þéttbýlisþjóðfélagi, slíkur
var uppruni bæjarins.8 Og
böndin við landsbyggðina
voru sterk.9 Tengslin við upp-
runann rofnuðu síður í slíku
umhverfi. Undir lok fjórða
áratugar fór fólk að skynja
þéttbýlið í Reykjavík á annan
hátt en áður. Bærinn var að
breytast, samfélag ólíkt því
sem ráðið hafði ríkjum á ís-
landi að ryðja sér til rúms.
Menn voru tvístígandi, vissu
ekki almennilega hvernig við
átti að bregðast.10 Er þéttbýlið
styrktist í sessi í síðari heims-
styrjöldinni og eftir að henni
lauk gerðust breytingarnar
hratt. lnnllytjendur reyndu að
halda í þann þráð sem tengdi
þá við upprunann og stofnun
átthagafélaga og skipulögð
starfsemi innan þeirra varð
hentugt tæki til þess, nokkurs
konar tákn um það að fólk
hafði þörf á sambandi við átt-
hagana.11 Sú menning sem
það þekkti og hafði drukkið í
sig með móðurmjólkinni virt-
ist í hættu og tengslin við for-
tíðina að bresta. Vernda þurfti
hina þjóðlegu menningu sveit-
anna og Reykjavík ein og sér
var ekki talin traustsins verð í
þeim efnum. Því þurfti átt-
Umgjörð bæjarins ein-
kenndist a.m.k. fremur
af háttum sveitasam-
féiagsins en hinu nýja
þéttbýiisþjóðféiagi,
slíkur var uppruni
bæjarins.
41