Ný saga - 01.01.1990, Qupperneq 45

Ný saga - 01.01.1990, Qupperneq 45
ROMM ER SU TAUG Reykjavíkur, og yfirvinna erf- iðleika sem gjarnan voru sam- fara slíku landnámi. Ekki var svo lítils viröi að geta gengið að sveitungum sínum í mann- hafinu í Reykjavík, „finna sig heima“ en ekki sem „rótar- slitnar fjölbýlisverur“.18 í fjöl- breyttu félagsstarfi gáfust tæki- færi til að endurnýja kynni gamalla samsýslunga og mynda ný milli annarra sem höfðu aðeins þekkst af orð- spori.19 Og ekki spillti fyrir þegar átthagafélagarnir að- stoðuðu nýkomna sveitunga við útvegun húsnæðis eða at- vinnu í bænum.2" Átthagafé- lögin áttu ekki aðeins sinn þátt í því að hjálpa ýmsum innflytjendum við að aðlagast nýjum heimkynnum. Þau voru einnig „nokkurskonar yfirbót gagnvart þeirri sektarkennd, er margur mun hafa fundið til, er hann yfirgaf heimahéraðið, þar sem óþrjótandi verkefnin biðu.“21 Samviskubitið gat fólk m.a. reynt að yfirvinna með því að starfa saman í hóp, leggja rækt við heimahagana og treysta böndin við æsku- slóðirnar. Sektarkenndin blandaðist sárum trega eftir „lofti og ljósi og himinblæ æskuáranna“, einhverjum „sársauka eftir viðskilnaðinn, sem fæstir mundu þó vilja lækna með því að hverfa aftur á grasið“, en söknuðurinn hafði einnig sinn ljúfleik.22 Átthagaástin átti djúpar ræt- ur í vitund margra innflytjenda og þótti fögur. í brjóstum þeirra fléttuðust saman margs konar tilfinningar sem tengdu þá órofa böndum við bernsku- og æskuslóðir, „ást til foreldra, systkina og vina, minningar um hinar fyrstu æskuástir, hrifning af fegurð náttúrunnar í ótal skiptandi myndum dagstíma og árstíða, dulinn söknuður og þrá eftir hillingarlandi æskuáranna, þeim draumaheimi, sem einu sinni var. Slíkar kenndir ala af sér ættjarðarástina..." Á það var bent að þessar tilfinningar gátu verið jafn sterkar þótt menn færu ekki lengra en „milli byggða yfir íslenskan fjallgarð eða íslenska heiði, þar sem allt verður nýtt og framandlegt, fólkið, útsýnið, fjöllin." Og jafnvel þótt menn ættu velgengni að fagna í hinu nýja umhverfi „er þó lengi sem eitthvað skorti á fulla samlögun við það, líkt og eitt- hvert tóm sé í sálinni."23 Auk þess að fylgjast grannt með heimabyggðinni og kjörum þess fólks sem eftir var, yljuðu átthagafélagarnir sér við minn- ingarnar frá heimaslóðum. Hugsjónin var sú að varðveita áhrif heimahaga og þær erfðir sem þaðan fylgdu því að „hollur er heimafenginn baggi“. Margs var að minnast og á félagsfundum, í heima- húsum og hátíðaræðum reik- aði hugurinn oft á fornar slóð- ir og þá voru átthagarnir nokkurs konar draumland „þar sem allt var litið í hilling- um barns, sem oft þjáist af ó- yndi og umkomuleysi í frarn- andi umhverfi fjöldans."2,1 Fátt dró fólk betur saman en sam- eiginleg áhugamál, sérstaklega ef þau voru tengd einni og sömu minningu. Fróun var að því að deila geði með þeim er bjuggu yfir líkum hugðarefn- um og samhygðin dró menn santan í flokka, minni eða stærri. Átthagafélögin þjónuðu þar mikilvægu hlutverki. Þau voru ekki ósvipuð þjóðrækn- isfélögunum í Vesturheimi sem brottfluttir íslendingar og afkomendur þeirra höfðu myndað. VELMEKTARÁRIN Blómaskeið átthagafélaganna í Reykjavík var á fimmta og sjötta áratugnum. Árnesingar höfðu stofnað félag árið 1934 enda tengsl þeirra við Reykja- vík sterkari en flestra annarra landsmanna sökum nálægðar- innar við bæinn. Alls sátu 59 manns stofnfundinn og félög- um fór fjölgandi næstu ár en HÚNVETNINGUR ÁRSRIT HÚNVETNINGAFÉLAGSINS 1 REYKJAVÍK. 1982 Sum átthagafélögin íbænum héldu úti tímariti sem batt féiagsmenn saman. Á níunda áratugnum voru enn viö lýöi nokkur vegieg rit. starfsemi félagsins var þó fá- breytt fyrstu árin enda fjárhag- ur á kreppuárunum yfirleitt þröngur.23 Skriðan fór síðan af stað undir lok fjórða áratugar- ins og á þeim fimmta. Þá stofnuöu Húnvetningar félag, einnig Breiðfirðingar, Austfirð- ingafélagið tók á sig skipu- legri mynd, Skaftfellingar mynduðu félag, Barðstrend- ingar stofnuðu til félagsskapar, Snæfellingar einnig, Eyrbekk- ingar eignuðust sitt félag, einnig Stokkseyringar, Dýrfirð- ingar, Þingeyingar, Skagfirð- ingar og seinna Siglfirðingar. Vestfirðingafélag starfaði og Rangæingar og Borgfirðingar áttu sín félög. Einnig Eyfirð- I 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.