Ný saga - 01.01.1990, Qupperneq 47

Ný saga - 01.01.1990, Qupperneq 47
frá stofnun, þar sem efni aðal- lega tengt átthögunum var birt, en nokkur félög til við- bótar hófu slíka útgáfu eftir að félagsstarfið hafði staðið í nokkur ár eða jafnvel áratugi. Skaftfellingafélagið réðst í að kvikmynda vinnubrögð og bú- skaparhætti í Skaftafellssýsl- um, landslag, bændur og búalið. Einkum var lögð á það áhersla að festa á filmu þá þætti daglegs lífs sem voru horfnir eða að hverfa. Reynt var að bjarga sögulegum minj- um frá glötun. Eyrbekkingafé- lagið ákvað t.d að koma upp vísi að minjasafni austur á Eyr- arbakka og stofnaði sjóð í þeim tilgangi. Akveðið var að reisa gamaldags sjóbúð með öllu tilheyrandi. Einnig var í ráði að smíða áraskip eins og þau tíðkuðust á Eyrarbakka um aldamót og hafa það við sjóbúðina og ennfremur að safna gömlum munum og minjagripum.30 Þegar á reyndi hafði félagið ekki bolmagn til þess að standa í slíkum stór- ræðum. Húnvetningum og Strandamönnum gekk betur. Félög þeirra tóku höndum saman um byggðasafn að Reykjum i Hrútafirði í sam- vinnu við hlutaðeigandi sýslu- félög og jDjóðminjavörð og áttu drjúgan þátt í því að gera safnið veglega úr garði.31 Á velmektarárunum var einnig algengt að átthagafélög hefðu umsjón með kvöldvökum í út- varpinu.32 Þar var minnt á margt frá liðnum dögum í við- komandi byggðarlagi. Víða um land beið fólk með eftir- væntingu eftir kvöldvökunum. Það hafði yndi af að heyra um heimahérað sitt og hlusta á menn ættaða úr byggðarlag- inu flytja efni. Kvöldvökumar í Ríkisútvarpinu styrktu þannig tengsl innanhéraðs- manna og hinna sem voru fluttir til bæjarins. Margir kynntust átthagafélögunum í Reykjavík fyrst við það að hlýða á kvöldvökurnar og gengu síðan í félögin þegar Kvöldvökurnar í Ríkis- útvarpinu styrktu þannig tengsl innan- héraðsmanna og hinna sem voru fluttir til bæjarins. Margir kynntust átthagafétög- unum í Reykjavík fyrst við það að hlýða á kvöldvökurnar og gengu síðan í félögin þegarþeir fluttu „suður". Annaö veifið runnu fundir og skemmtanir félaganna eiginlega saman. Fyrst ræddi fólk áhugamál sín af ákafa og oft af nokkrum hita en skemmti sér síðan við söng og dans, stund- um langt fram á nætur. þeir fluttu „suður“.33 Enda þótt framkvæmdasemi út á við skipti miklu máli var innra starfið í félögunum sýnu mikilvægara til þess að gefa fólki tækifæri á að kynnast innbyrðis og efla tengslin. Margvíslegar skemmtanir voru ríkur þáttur í starfinu og sum félög voru deildaskipt til þess að jojóna sem flestum hugðar- efnum félagsmanna. Breiðfirð- ingafélagið var sérlega öflugt. Þegar það var upp á sitt besta störfuðu að jafnaði sex deildir innan þess. Áhugamenn um skáklistina störfuðu i einni, bridgespilarar í annarri, dýrk- endur sönggyðjunnar sungu í Breiðfirðingakórnum, þeir sem vildu standa á sviði fengu tækifæri til þess í leikflokki fé- lagsins, sem starfaði að vísu skamman tíma. Hinir sem vildu efla orðsins snilli störf- uöu í málfundadeild og í handavinnudeild kvenna var listrænt handbragð styrkt. Húnvetningafélagið og Árnes- ingafélagið buðu einnig upp á klúbbstarfsemi og kórar voru starfandi í öðrum félögum. Átthagafélögin höfðu sitthvað fleira á prjónunum á blóma- skeiði sínu. Fundir voru haldnir og kvöldvökur, jóla- trésfagnaðir fyrir börnin, spila- kvöld og dansleikir og árlega var öldruðum héraðsmönnum í bænum boðið til kaffisanr- sætis. Annað veifið runnu fundir og skemmtanir félag- anna eiginlega saman. Fyrst ræddi fólk áhugamál sín af á- kafa og oft af nokkrum hita en skemmti sér síðan viö söng og dans, stundum langt frant á nætur. Eitt meginverkefni átthaga- félaganna var að fara í ferða- lög á heimaslóðir og aö vissu leyti voru þau eins konar ferðafélög sem skipulögðu ferðir á ákveðna staði eftir föngum. Líklega hefur fátt vakið ljúfari minningar og veitt markvissari leið að tak- marki félaganna „um eflingu og mótun átthagaástar en RÖMM ER SÚ TAUG einmitt ferðalög félagsmanna um fornar slóðir og fagra staði.“31 Á tíðum voru farnar margar ferðir á ári og yfirleitt tók fjölmenni þátt í þeim. Stundum voru á annað hund- rað manns í einni ferð. Fundir, árshátíðir og aðrir ntannfagn- aðir voru einnig fjölsóttir, t.d. kom það fyrir að Breiðfirð- ingafélagið þyrfti að hýsa nærri 300 manns á einum fundi á fyrri hluta fimmta ára- tugar, um svipað leyti voru á- líka margir við borðhald hjá Árnesingafélaginu. Erfitt var að fá viðunandi húsnæði i bænum til samkomuhalds og ekki voru mörg stórhýsi ætluð til samkvæma. Helst var hægt að treysta á sýningarskála myndlistarmanna eða Odd- fellowhöllina þegar hýsa jiurfti þvílíkan fjölda. Önnur félög áttu við svipaðan vanda að stríða enda þótt félagafjöld- inn væri ekki sá sami. Breiðfirðingafélagið var fjöl- mennasta átthagafélagið í Reykjavík. 67 manns stofnuðu það í árslok 1938. Tíu árum síðar voru félagsmenn tæplega níu hundruð talsins og fyrir kom að um 70 manns bættust í félagiö á einu kvöldi.35 Hún- vetningar voru hálfdrættingar á við það á sama tíma, með ríflega 400 félaga en þeim átti eftir að fjölga og voru á sjötta hundrað talsins þegar best lét á sjötta áratugnum.3'1 Árnesing- ar voru síðan ekki langt und- an.37 Ekki er hlaupið að því að meta fjölda félagsmanna í öðr- um félögum en gefi áhuginn í þessum félögum tóninn um starfsgleðina í öðrum félögum má ætla að í heild hafi fjöldi meðlima í átthagafélögum ver- ið nálægt tíu þúsundum á fimmta og sjötta áratugnum, og er þá líklega varlega áætl- að. Vissulega voru ekki allir virkir en afar stór hópur sótti þó samkomur á vegum félag- anna um miðja öldina og fram undir 1960, t.d. var talið að á sautjánda hundrað manna hefðu sótt samkomur Hún- L 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.