Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 50

Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 50
EGGERT ÞOR BERNHARÐSSON gert,“ sagði i útvarpserindi árið 1949 og tilfærð saga í því sambandi: „Vera má ég minn- ugur þess sem sagt var fyrir nokkrum árum, þá er maður var spurður, hvernig honum gæfist piltur, aðkominn. „Hann er góður úr því hér- aði,“ sagði sá sem spurður var. En það var Breiðfirðingur sem um var talað, en Þingey- ingur, yfirþjóðarmaður, sem talaði.“47 Hverjum þótti sinn fugl fagur, félögin voru stolt af sínu héraði og mönnum. „Ar- nesingar hafa undanfarna ára- tugi fremur nokkrum öðrum innflytjendum Reykjavíkur sett sviþ sinn á líf og starf höfuð- borgarinnar," var ritað skömmu fyrir 1960. „Það er svipur þeirra og lífsviðhorf sem mótaður er í svip hverrar greinar atvinnulífsins, við- skipta, menningar, stjórnmála og lista. í hverri grein eru það Árnesingar sem komist hafa í fremstu röð,“ var haldið á- fram, „orðið afburðamenn, sem lengi mun verða minnst af komandi kynslóðum. Saga höfuðstaðarins mun aldrei verða rituð án þess að þessara manna sé getið. Þróun fram- fara Reykjavíkur er saga þeirra.“48 Héraðsmetnaðurinn gat þó haft sína kosti að sumra áliti. Hann gat minnt menn á að þeir bæru með sér heiður héraðs sins hvar sem þeir færu og orðið þeim rík hvöt að láta sér í engu á verða. Lítt dró úr metingnum milli átthagafélaga eftir 1960 og slíkt kom í veg fyrir náið samstarf. Þar með veiktist staða þeirra þegar stundir liðu fram og halla tók undan fæti í félagsstarfinu. Ætla má að hér- aðametingurinn hafi virkað hálf ankannalega á unga fólk- ið í Reykjavík og aðra þá sem ekki spiluðu eftir átthaganót- unum. Afskiptaleysi aðfluttra bæjar- búa af átthagafélögum eftir 1960 átti sér enn fleiri og dýpri orsakir. Heimurinn hafði minnkað. Bættar samgöngur, bæði í lofti, á láði og legi, og aukin fjölmiðlun, t.d. tilkoma sjónvarps árið 1966, höfðu fært íbúa landsbyggðarinnar nær höfuðborginni. Reykjavík hefur því vart verið eins fram- andi fyrir mörgum og fyrr á tíð. Með betri samgöngum og bættri þjónustu við dreifbýlið hafði dregið nokkuð úr þeim mun sem einkenndi lífshætti í borg og bæ og í kjölfarið gekk aðlögunin oftast betur. Þá skiþtir miklu máli að meiri- hluti þeirra sem flutti til Reykjavíkur eftir 1960 kom úr þéttbýli, kauþtúnum og kauþ- stöðum víða um land, sem hafði aukist til muna miðað við fyrrihluta aldarinnar. Svo virðist sem sveitafólk hafi alla- jafna haft meiri þörf fyrir stuðning þegar það kom til borgarinnar en hinir sem alist höfðu uþp í þéttbýlinu úti um land eða búið þar lengri eða skemmri tíma, kynnst dálitlu margmenni. Auk þess höfðu fjölmargir kynnst Reykjavík náið er þeir sóttu skóla í borg- inni. Þetta fólk þurfti sjaldnast á starfsemi átthagafélaganna að halda til að semja sig að aðstæðum. Það haföi gert það rækilega á námsárunum og eignast félaga í skólunum. Og átthagarnir voru oft fjarlægir í huga þess fólks sem farið hafði ungt að heiman til þess að stunda nám. Fjöldi fólks átti skyldmenni í borginni á sjöunda og áttunda áratugn- um. Öfugt við marga sem komu fyrir þann tíma átti það í einhver hús að venda þegar það flutti sjálft til Reykjavíkur. Þetta gerði þeim eftirleikinn auðveldari. Stuðningur fékkst hjá fjölskyldunni fremur en frá vandalausum sveitungum. Eldra fólk sem flutti utan af landi til bæjarins eftir 1960 var oft að feta í fótsþor barna sinna sem sest höfðu að í borginni. Börnin höfðu flogið úr hreiðrinu á fimmta og sjötta áratugnum og freistað gæf- unnar í Reykjavík og þegar foreldrarnir gátu ekki lengur verið einir sökum aldurs eða stundað búskaþ fóru þeir á eftir. Eldra fólk setti svip sinn Heimurinn haföi minnkaö. Bættarsam- göngur, bæöi í lofti, á láöi og legi, og aukin fjölmiölun, t.d. tilkoma sjónvarps áriö 1966, höföu fært íbúa lands- byggðarinnar nær höfuöborginni. Breiöfiröingabúö viö Skólavöröustíg. „Búöin" var opnuö áriö 1946 og starfrækt fram undir 1970 og hýsti síöar íslenska dýrasafniö um skeiö. Húsiö var rifiö áriö 1984. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.