Ný saga - 01.01.1990, Side 53

Ný saga - 01.01.1990, Side 53
ROMM ER SU TAUG varðstaðan gagnvart hinu liðna voru illa til þess fallin að draga æskuna að átthagafélög- unum. Unga kynslóðin í Reykjavík taldi sig ekki síðri íslendinga en forfeðurna, enda þótt hún stuðlaði lítt að heill og hag bernskubyggða foreldranna. Hennar heimur var annar - borgin og það sem hún stóð fyrir - og erfiðlega gekk að skapa ástúð og virð- ingu fyrir gömlu átthögunum og öllu sem þar var i siðum, háttum og lífsbaráttu í brjóst- um barna og niðja hins brott- flutta fólks. Þeir sem litu yfir farinn veg að kvöldi ævidags á áttunda og níunda áratugn- um, og áttu æskuspor úti um byggðir landsins fyrr á öld- inni, stóðu í mörgum tilvikum frammi fyrir því að vera eina kynslóðin sem átti helgar minningar frá ættarslóðum, elskaði fjöllin og bæinn sem jafnvel var farinn í eyði. „Hinir látnu, sem áttu þau kannski innst við hjartarætur sem helga dóma, heyrast ekki framar, og engin ný kynslóð kemur til að elska þau og eignast, þar eð auðnin ein starir nú úr gluggatóptum gamalla rausnargarða yfir ó- slegin tún og hrunin handa- verk feðranna."56 Tilfinningin sem þessu fylgdi gat verið sár. í vissum skilningi bjuggu í Reykjavík tveir hópar fólks er á leið 20. öld. Annars vegar voru hinir eldri, sem uxu úr grasi í „gamla samfélaginu" og mótuðust af því, og síðan þeir sem fæddust inn í hið nýja þjóðfélag þéttbýlisins sem var i mótun, slitu þar barnsskón- um, léku sér „á götunni" og kynntust háttum eldri tímans aðallega sem gestir. Gjáin milli þessara hópa breikkaði eftir 1960 og það átti hvað ríkastan þátt í hnignun átthagafélag- anna og speglaði þau þjóðfé- lagsskil sem urðu í íslensku samfélagi á ofanverðri öldinni, er borgarsamfélagið leysti samfélag sveitanna af hólmi á afgerandi hátt og borgarmenn- Fólk „nýja tímans"? Heimur reykvískra ungmenna á síöustu áratugum 20. aldar var annar en þeirra sem flykktust í átthagaféögin um og upp úr henni miðri. ingin varð hið ráðandi afl á ís- landi. Vissulega þótti gömlum átthagafélagsmönnum á ní- unda áratugnum slæmt að starfsemi slíkra félaga var þá farin að dofna, en þróunin varð vart umflúin rniðað við þær forsendur sem þau byggðu á í upphafi. Suntir býsnuðust yfir þessu, öðrum joótti ekkert athugavert við hnignun átthagafélaganna „vegna þess að átthagafélög eru því aðeins til, að einhver úr átthögunum sé á lífi. Fólk sem fæðist af fólki sem hefur átt sína átthaga, það eru Reyk- víkingar eða Akureyringar eða hvað sem er. [Slíktl ... hefur ekkert með átthagafélög að gera, ... [þau] deyja af sjálfu sér. Átthagafélög hafa enga þýðingu eftir að komin er ný kynslóð afkomenda jteirra sem voru í átthagafélögum."57 IILVLSANIR 1 íslensk fyndni. Tímarit, 23. árg. 1959, bls. 8. Safnað og skráð hefur Gunnar Sigurðsson frá Selalæk. 2 Sbr. Manntal á íslandi 1. desetnber 1950, bls. 29*. Rvík 1958. Sbr. og Bjarni Reynarsson: „Fólksflutningar til Reykjavíkur.“ Fjármálatíðindi 1. tbl. jan.-ap. 1978, bls. 48-52. Bjarni Reyn- arsson: Búferlaflutningar á böfuð- borgarsvœðinu. Flutningatengsl Reykjavíkur, bls. 1, Rvík 1979. Sjá einnig: Ólafur Björnsson: Pjóðarbú- skapur íslendinga, bls. 35-37, Rvík 1964. 3 Sjá t.d. Árbók Reykjavíkurborgar 1987, bls. 1, Rvík 1987. Árbók Reykjavíkurborgar 1988, bls. 1, Rvík 1988. 4 Sjá um skiptingu íbúa Reykjavíkur eftir fæöingarstað árin 1920- 1940: Árbók Reykjavíkurbœjar 1940, bls. 3, Rvík 1941. Sbr. Manntal á íslandi 2. desember 1940, bls. 49, Rvík 1949. Sbr. Árbók Reykjavíkurbœjar 1950- 1951, bls. 6, Rvík 1953. Sjá um sömu skiptingu árið 1950: Manntal á ís- landi 1. desember 1950, bls. 22\ 34. 5 Sbr. Manntal á íslandi 1. desember 1960, bls. 18-19, Rvík 1969. 6 Sbr. Þorlákur Ófeigssoti: „Upp úr öskustónni.“ Tímarit iðnaðarmanna, 4. 17. árg., 1944, bls. 54. 7 Jón Gíslason: „Saga Árnesingafélags- ins.“ Árnesingabók, bls. 10, Jón Gísla- son sá um útgáfuna, Rvík 1959. 8 Sbr. Þórunn Valdimarsdóttir: Sveitin við sundin. Búskapur t Reykjavík Unga kynslóöin í Reykjavík taldi sig ekki síöri íslendinga en forfeöurna, enda þótt hún stuölaöi lítt aö heill og hag bernskubyggöa for- eldranna 51
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.