Ný saga - 01.01.1990, Page 61
mál. Kviðdómurinn, sem sam-
anstóð af ósköp venjulegu
fólki, kveður upp dóm þar
sem hinir ákærðu eru
sýknaðir vegna skorts á full-
gildum sönnunum. Petta er
frábært dæmi um vel
heppnaða samvinnu atvinnu-
manna í kvikmyndaiðnaðinum
og lærðra sagnfræðinga. Eg er
ekki þeirrar skoðunar að
sagnfræðingar eigi að forðast
skáldskapinn en eins og alltaf
þegar um hina flóknu fjöl-
miðla nútímans er að ræða þá
skilar samstarf við annað fólk
bestum árangri.
TEXTINN
TRUFLAR!
Hvaða áhrif hefur
efnismeðferð sem þessi á
söguskoðun áhorfenda?
Eg held að heimildarmyndir
og leiknar myndir leiði ekki af
sér ólíka söguskoðun; allt
rennur saman í eina heild.
Hins vegar getur verið erfitt
að meta hinar ólíku heimildir.
í þessu tilviki voru t.d.
þjóðvísur notaðar sem sönn-
unargögn en þær sýna
hvernig alþýðan hefur túlkað
atburðina í aldanna rás. Þarna
birtist í raun söguskoðun
þjóðarinnar í sjö hundruð ár.
Þættirnir höfðu mikil áhrif á
fólk. Bæði vöktu þeir brenn-
andi áhuga margra á sögu og
sýndu auk þess fram á hversu
margt er líkt með
sagnfræðilegri heimildarýni og
a,ðferðum rannsóknarlögregl-
unnar. Þeir sem fylgdust með
lærðu geysilega mikið um
aðferðafræði sagnfræðinnar á
skemmtilegan og eftirminni-
legan hátt.
Við gerð hreinræktaðra
heimildarþátta getur sagnfræð-
ingurinn verið leiðandi aðili.
Ekki tekst þó alltaf jafn vel til.
Sumir gangast upp í því að
vera leikstjórar án þess þó að
hafa nægilega þjálfun í list-
rænum vinnubrögðum þannig
að útkoman verður hálfmis-
heppnuð. Svo eru til sagn-
fræðingar sem leggja allt kapp
á að framreiða sannleikann,
kynna heimildir og fleira í
þeinr dúr. Þeim tekst oft að
gera gagnlega þætti, sem jafn-
framt eru býsna leiðinlegir.
Loks eru það þeir sem byrja á
því að skrifa handrit og snúa
sér svo að því að myndskreyta
það. Þeir verða sér úti um
nryndefni, teygja það og toga
og klippa þannig að það falli
að handritinu. Allt er gert til
að hin upphaflega frásögn
standi. í raun er það textinn
sem truflar, hin skriflega
frásögn sem lesin er upp
drottnar yfir myndefninu.
Mistökin felast í því að alltof
oft láta sagnfræðingar hið
ritaða mál ráða ferðinni
þannig að myndefnið drukkn-
ar í orðum.
Nauðsynlegt er að átta sig á
því frumatriði að kvikmyndir
og sjónvarp eru ekki sérlega
heppilegir miðlar til að koma
á framfæri flóknu sögulegu
samhengi. Þetta eru sjónrænir
miðlar sem duga ágætlega til
að sýna hvernig hlutirnir litu
út og sviðsetja atburði en
henta ekki eins vel til þess að
greina orsakir og afleiðingar
og fjalla um liuglæg atriði.
Þess vegna er ekki nóg að
styðjast við þá reynslu og
þjálfun sem sagnfræðileg
ritstörf hafa fært manni og
halda að hægt sé að yfirfæra
það á hina sjónrænu miðla.
Þvert á móti. Nauðsynlegt er
að taka mið af myndunum og
vekja þær til lífs sem
sögulegar heimildir í samspili
við áhorfandann. Myndefnið á
að sitja i öndvegi.
Eitt lykilatriði til viðbótar
eru áhrifin sem skapast þegar
hljóðið kemur til sögunnar.
Ekki orðin heldur tónlistin og
náttúruhljóðin. Kvikmyndin er
„Gesamtkunstwerk", heildar-
list, sambærileg við óperuna,
jafnerfið viðfangs en lík að
allri uppbyggingu og jafn frá-
bær þegar vel tekst til. Hún
nær ekki til lyktarskyns og þ-
reifiskyns fólks en höfðar því
meir til sjónar og heyrnar. Hið
ritaða mál er allt annar hand-
leggur þar sem reynt er með
orðum að framkalla ákveðin
Óttast sagntræöingar tæknina? Eitt brýnasta verkefni þeirra á komandi
árum er að laga sig aö breyttum aðstæðum og takst á við þá tækni sem
móta fjölmiölun nútímans.
Viö gerð
hreinræktaðra
heimildarþátta getur
sagnfræöingurinn
verið leiðandi aðili.
Ekki tekst þó alltaf
jafn vel til.