Ný saga - 01.01.1990, Síða 66
ÓLAFUR ÁSGEIRSSON
afla sem komust á fót í mörg-
um Evrópurikjum í lok stríðs-
ins hafi orðið til vegna hins
mikla samhugar er ríkti vegna
ba áttunnar gegn nasisman-
um. Hið sögulega bandalag
Sovétríkjanna og Vesturveld-
anna hefur áreiðanlega ýtt
undir myndun nýsköpunar-
stjórnarinnar en benda má á
að íslenskir sósíalistar leituðu
fast eftir bandalagi við hægri-
menn en vildu síður starfa
með framsóknarmönnnum,
sem hefði verið meira í sam-
ræmi við stefnu kommúnista í
Evrópu." Ástæðan var einfald-
lega sú aö það var minna bil á
milli stefnumiða sósíalista og
borgara á íslandi á þessum
tíma, en á milli þeirra fyrr-
nefndu og framsóknarmanna.
Munu hér rakin dæmi sem
sýna að stefna sósíalista í
„dægurmálum“ byggði að tals-
verðu leyti á kenningum frjáls-
hyggjumanna, sérstaklega frá
1940-1943, en skipulagshyggj-
an varð meira áberandi þegar
nær dró stjórnarmyndun. í því
ljósi verður skiljanlegra hvers
vegna þessir „höfuðandstæð-
ingar“ íslenskra stjórnmála
gátu tekið höndum saman.
SÓSÍALISMI OG
FRJÁLSHY GGJ A
Það er alkunna að Karl Marx
byggði hagfræðikenningar sín-
ar á þeim grunni sem þeir
Adam Smith og David Ricardo
höfðu lagt og marxisminn er
þannig skilgetið afkvæmi
frjálshyggjunnar. Marx fagnaði
framgangi kaþítalismans en
taldi að sífellt harðnandi sam-
keppni milli atvinnurekenda
myndi þegar fram liðu stundir
valda allsherjarkrepþu í hag-
kerfinu og byltingu verkalýðs-
ins í kjölfarið. Þá var Marx,
engu síður en lærifeður hans,
andvígur öflugu ríkisvaldi í
borgaralegu þjóðfélagi því
það þjónaði aðeins yfirstétt-
inni.9 Lenín byggði á hug-
myndum Marx en bætti við
Nýsköpunarstjórnin sem sat aö vöidum 1944-1947. Hvernig
má skýra þaö aö „hötuöandstæöingar" íslenskra stjórnmáta,
Sjáifstæöistiokkur og Sósíalistaflokkur, gátu tekiö höndum
saman og starfaö saman í ríkisstjórn?
þær kenningunni um heims-
valdastefnuna sem hæsta stigi í
þróun kapítalismans. Hann
hélt því fram að borgarastéttin
hafi verið framsækin fram und-
ir 1870 en úr því hafi þróunin
einkennst af vaxandi yfir-
drottnun fjármagnseigenda
gagnvart framleiðendum og
jafnhliða hafi einokunarhringar
orðið ríkjandi í hagkerfum
Vesturlanda. Þá hélt Lenín því
fram að markaðirnir í hinum
þróuðu kapítalísku ríkjum
væru nánast mettaðir og því
brygðust þessi ríki við með því
að sölsa undir sig nýlendur
víðsvegar um heiminn og þar
öfluðu þau sér hráefna á lágu
verði og nýrra markaða. Af-
leiðingin yrði sú að heimurinn
Adam Smith, David Ricardo, Karl Marx og Wladimar lljitsch Lenín. Var
efnahagsstefna íslenskra sósíalista samsuöa upp úr hugmyndum þessara
fjögurra spekinga?
64