Ný saga - 01.01.1990, Side 67

Ný saga - 01.01.1990, Side 67
SÓSÍALISMI í ANDA FRJÁLSHYGGJU? skiptist í rík lönd, þar sem jafnvel verkalýðurinn byggi við bærileg kjör, og arðrændar nýlendur.10 Það var á grund- velli þessara hugmynda sem íslenskir sósíalistar byggðu stefnu sína og þar af leiðandi töldu þeir að frjáls samkeppni væri af hinu góða þangað til aðstæður hefðu skapast til að koma á alræði alþýðunnar. Dæmi um þetta var stefna Sósíalistaflokksins í iðnaðar- málum en flokkurinn var and- vígur því að vernda íslenskan iðnað með innflutningstollum á erlendar vörur. Þjóðviljinn lýsti þessu á eftirfarandi hátt: Mjög mikið af iðnaði þeim sem hér hefur vaxið upp í skjóli innflutningshaftanna, er ekki innlendur nema að nafninu til. Hann er í ýms- um tilfellum að mestu leyti í því fólginn, að hella úr einum dalli í annan, og hann er í mjög mörgum til- fellum, algerlega ófær til þess að keppa við frjálsan innflutning.11 Þessi stefna birtist meðal annars í umræðum á alþingi um tillögu Emils Jónssonar Al- þýðuflokki þess efnis að gjald yrði sett á innlendar iðnaðar- vörur og þvi varið til þess að koma á fót iðnlánasjóði er stuðlaði að eflingu íslensks iðnaðar. ísleifur Högnason Sósíalistaflokki sagði að Al- þýðuflokknum finndist ekki nóg að hafa verndartolla, því nú hygðist hann bæta gráu ofan á svart með þvi að koma á nýjum neysluskatti. Sagði ís- leifur að mörg íslensku iðnfyr- irtækjanna væru aðeins gróða- fyrirtæki sem rekin væru á kostnað neytenda og þau ættu sér engan tilverugrundvöll ef innflutningur væri gefinn frjáls.12 Af þessu má sjá að sósíalistar voru andvígir því að skapa atvinnu í landinu, byggða á tollum og öðrum verndaraðgerðum. Eini at- vinnureksturinn sem ætti rétt á sér væri sá sem gæti staðist alþjóðlega samkeppni. Sama var uppi á teningnum hvað varðar stefnu sósíalista í verslunar- og innflutningsmál- um. Deildu þeir harkalega á þá einokun er hefði skapast í skjóli innflutnings- og gjald- eyrishaftanna sem ylli því að verðlag í landinu væri miklu hærra en efni stæðu til. Sam- bandið og samtök heildsala, Innflytjendasambandið, hefðu skipt innflutningnum bróður- lega á milli sín og notuðu að- stöðu sína til að okra á neyt- endum.13 í stað einokunar þessara aðilja ætti að gefa inn- flutninginn frjálsann og versl- unin ætti að vera rekin á heið- arlegum grundvelli.14 En þótt sósíalistar væru hlynntir frjáls- um innflutningi við eðlileg skilyrði þá töldu þeir eðlilegt að tekin yrði upp skömmtun á þeim nauðsynjavörum sem hörgull væri á. Ófært væri að hinir efnameiri og þeir sem hefðu sambönd í kerfinu sölsuðu undir sig óeðlilega stóran hluta varanna. Af þessu má sjá að sósíalistar tóku beina hagsmuni umbjóðenda sinna fram yfir kennisetningar. Engu að síður er það ljóst að þeir höfðu miklar efasemdir um ríkisrekstur í auðvalds- þjóðfélögum, eins og vikið verður að hér á eftir, en nauð- syn braut lög. Það kom einnig fram í mál- futningi sósíalista að þeir voru andvígir hverskonar styrkjum úr ríkissjóði til atvinnuveg- anna, hvort sem um landbún- að eða sjávarútveg væri að ræða. í stað styrkja ætti að veita atvinnuvegunum vaxta- laus lán ef á þyrfti að halda en meginstefnan ætti að vera sú að koma atvinnuvegunum á skynsamlegan og heilbrigð- an grundvöll. Frjálshyggju- menn hefðu sjálfsagt skrifað upp á þetta en á það ber að leggja áherslu að sósíalistar vildu nota það fé sem varið væri til „velferðakerfis at- vinnuveganna" almenningi til hagsbóta. Ríkið ætti að nota féð til að byggja upp sjúkra- hús, skóla, húsnæði og hverskyns hæli.16 Eins er athyglisvert að skoða afstöðu sósíalista til rík- isvaldsins en þeir höfðu mjög gagnrýna afstöðu til hlutverks þess í hinu borgaralega þjóð- félagi. Dæmi um þetta eru ummæli Einars Olgeirssonar við fjárlagaumræðuna árið 1940. Þar gagnrýndi hann harðlega meinta óráðsíu í rekstri „ríkisbáknsins" og sagði að hann einkenndist af úthlutun bitlinga og alltof háum launum embættismanna ríkisins. Að hans sögn hefði þorri þingmanna hreiðrað um sig hjá ríkinu og meðan mál- um væri þannig háttað væri útséð um „að fluttar séu veru- legar sparnaðartillögur við rekstur ríkisbáknsins, sem joegar er orðið svo j:>ungt, að þjóðin er að kikna undir því.“17 Einnig mætti nefna rit- deilu sem Þjóðviljinn og Al- þýðublaðið áttu í um þjóðnýt- ingar. Hélt Þjóðviljinn því fram að þótt fjöldi ríkisrekinna fyrirtækja væri á íslandi þá væri ekkert þeirra þjóðnýtt, eins mætti segja að útgerðar- fyrirtæki Kveldúlfs og Alliance væru j^jóðnýtt. Naumast gæti verið um þjóðnýtingu ein- stakra fyrirtækja í auðvalds- jijóðfélagi að ræða „því jojóð- nýtt er það fyrirtæki eitt, sem- rekið er sem liður í áætlun um þjóðarbúið, með það fyrir augum, að fullnægja ákveðn- um þörfum þjóðarheildarinn- ar.“18 Alþýðublaðið deildi á af- stöðu sósíalista í þjóðnýtingar- málum og sagði afstöðu þeirra afturhaldssama. Aukinn rikis- rekstur varðaði leiðina til þess jrjóðfélags sem koma skyldi.19 Af þessu má sjá að sósíalistar stóðu frjálshyggjumönnunum nær í afstöðunni til ríkisrekstr- ar en sósíaldemókratar. Líkt og frjálshyggjumenn þá voru sósíalistar andvígir hvers- konar einokun í atvinnulífinu, og gilti það jafnt um ríkisfyrir- tæki og einkarekstur. Dæmi um þetta eru ummæli Brynj- Það var á grundvelli þessara hugmynda sem íslenskir sósíalistar byggðu stefnu sína og þar af leiðandi töldu þeir að frjáls samkeppni væri afhinu góðaþangað til aðstæður hefðu skapast til að koma á alræði alþýðunnar. Það kom einnig fram í málfutningi sósíalista aö þeir voru andvígir hverskonar styrkjum úr ríkissjóði til atvinnu- veganna, hvort sem um landbúnað eða sjávarútveg væri að ræða. 65
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.