Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 82
GÍSLI GUNNARSSON
Uppboö á þurfaling-
um er dæmi um hefö
sem haföi skapast án
þess aö sérstök laga-
ákvæöi væru um þau.
En heföin var þaö
sterk aö lagasetningu
þurfti til aö brjóta
hana.
framhaldi af því var sveitfesti
innleidd: Menn öðluðust
sveitfesti eftir að hafa búið í
sveitinni í 5 ár; ef þeir urðu ó-
magar fyrir þann tíma skyldu
menn fluttir á þá sveit, þar
sem þeir höfðu sveitfesti. í
mjög mörgum tilfellum var hér
um fæðingarsveit viðkomandi
að ræða. Því var það hrepp-
stjórnum (og bæjarstjórnum)
mikiö áhugamál að sem fæstir
öðluðust sveitfesti með því að
fæðast í hreppnum (eða bæn-
um) og þess vegna ömuðust
stjórnirnar mest við ungum, fá-
tækum og „barnmiklum“ fjöi-
skyldum.24 1848 var sveitfestin
lengd í 10 ár.
Árið 1887 voru samþykkt og
staðfest lög um endurgreiðslu
sveitastyrkja. Lögin settu við-
takanda sveitastyrks í skuldaá-
nauð hjá sveitinni þangað til
styrkurinn hafði verið endur-
greiddur. Þau voru síðboriö
samkomulag milli Alþingis og
stjórnarinnar í Kaupmanna-
höfn um hert ákvæði í fram-
færslumálum fátækra. Alþingi
hafði þá lengi krafist strangari
skilmála fyrir þá fátæku.
Sveitastyrk skyldi skoða sem
hverja aðra skuld, sem beri að
endurgreiða. Leyfilegt var að
svipta þurfaling fjárforræði og
yfirvöld máttu þvinga hann til
hlýðni við sig og ákveða
vinnu hans.25
Árið 1905 voru sett ný lög
um fátækraframfærslu, sem
tóku gildi 1. janúar 1907. í
meginatriðum voru lög þessi
frekari útfærsla á lögunum frá
1887. Ákvæðin um fram-
færsluskyldu hreppsins og
endurgreiðsluskyldu þurfa-
lingsins voru j;erð skýrari og
ótviræðari. Óhlýðna þurfa-
linga mátti setja í fangelsi en
„hlýðnum“ þurfalingum var á
ýmsan hátt veitt aukin vernd
og ber þar hæst ákvæðið um
að ekki mátti halda uppboð á
þurfalingum á manntalsþing-
um* Uppboð á þurfalingum
er dæmi um hefð sem hafði
skapast án þess að sérstök
Fátækrahverfi í Rio de Janeiro í Brasilíufiar sem íbúarnir búa í ömurlegum vistarverum. Eru þessi
hús e.t.v. sambærileg hýbýium fátækra Islendinga fyrrátimum?
lagaákvæði væru um þau. En
hefðin var það sterk að
lagasetningu þurfti til að brjóta
hana. Þar sem prestar voru
æðstu umsjónarmenn fátæktar-
hjálpar í sveitunum, einkum
þegar i hlut áttu börn og ung-
menni, gátu þeir stöðvað
flutning á þurfamanni af heim-
ili vegna undirboðs annars
heimilis. Dæmi eru til um slík
afskipti. Séra Árni Þórarinsson
í Miklaholti sagði í ævisögu
sinni að hann hefði úrskurðað
12 ára stúlkubarn kyrrt á bæ
þótt annar bóndi hefði boðist
til að taka við stúlkunni fyrir
lægra verð og hreppsfundur
hefði samþykkt flutning henn-
ar. Þessi atburður hefur senni-
lega gerst um aldamótin 1900,
enda segir séra Árni: „Fáum
árum síðar var uppboð á ó-
mögum bannað á alþingi. Þau
lög hefðu að visu verið óþörf,
ef prestarnir hefðu verið þeir
menn að gæta skyldu sinnar“.
„Sams konar uppboð á mann-
legum verum voru haldin í of-
anverðri Árnessýslu i ungdæmi
mínu, og fóru litlar sögur af,
að þau röskuðu sálarró prest-
anna þar i sveitum".27 (Árni
fæddist árið 1864.)
En prestastéttin var fram á
20. öld rótgróinn hluti íslenska
bændasamfélgsins og hafði
tekjur sínar minnst af prest-
verkum en mest af landskuld
og leigum kirkjujarða og af
sinni eigin heimajörð. Venju-
lega fóru því sjónarmið presta
saman við sjónarmið efnaðra
bænda.28 En hins vegar voru
lögin frá 1824 þeim þyrnir í
auga, þar sem það gat orðið
presti þungt í skauti að fá á sig
dæmda ómaga vegna þess að
hann hafði ranglega gift ör-
eiga. Prestar áttu því frum-
kvæði að því að lög þessi
voru afnumin árið 1917.®
1923 var sveitfestitíminn
styttur úr 10 árum í 4 ár og
1932 var hann styttur i 2 ár.30
Fjölmörg frumvörp voru
lögð fram á Alþingi 1917-1934
sem fjölluðu um bætta stöðu
þurfalinga en ekkert af þeim
80