Ný saga - 01.01.1990, Síða 84

Ný saga - 01.01.1990, Síða 84
m <1111111 g SAGNFRÆÐI: LISTGREIN EÐA VÍSINDI? I Sagan fæst við að endurskapa fortíðina í máli og myndum, skýra hana og skilja, en það hefur jafnan tekist betur í lista- verkum, skáldsögum, leik- ritum og kvikmyndum en rannsóknarskýrslum sagn- fræðinga." (Björn Þorsteins- son: Á fornum slóðutn og nýjum. Greinasafn Rv. 1978, bls.206). Ekki er víst að allir séu reiðubúnir að fallast á ofan- greind ummæli, og líklega síst sagnfræðingar. Höfundur þeirra, Björn Þorsteinsson, var þó einn merkasti sagnfræð- ingur íslendinga á 20. öld og alla tíð óþreytandi við að efla veg og vegsemd sinnar fræði- greinar. Varla hefur hann verið eins vantrúaður á gildi og gagnsemi sagnfræðinnar og orð hans gefa tilefni til að halda. Tengsl sagnfræði og lista hafa löngum verið mönnum hugleikið viðfangsefni. Aristó- teles hinn gríski segir að það sem skilji á milli sagnfræðings og skálds sé „að annar segir frá því sem hefur gerst, hinn frá því sem gæti gerst. „Af þessum sökum“, heldur hann áfram, „er skáldskapurinn æðri en öll sagnfræði, en skáldskapurinn tjáir fremur hið almenna, sagnfræðin hið einstaka." (Aristóteles: Um skáldskaparlistina, Rv. 1976, bls.59). í Grikklandi hinu forna voru mörkin á milli sagnfræði og skáldskapar óljósari en þau eru nú og þau héldu áfram að vera það langt fram eftir öldum. Sagnfræði sem viðurkennd vísinda- og kennslugrein við háskóla varð ekki til fyrr en á 19. öld. Sú þróun speglast í hinum fleygu orðum Leopolds von Ranke um að sagnfræðingar eigi að sýna hvernig fortíðin var í raun og veru, („wie es eigent- lich gewesen"). Er þá búið að klippa á öll bönd sem tengja sagnfræði og listir? Hverju svo sem við vildum svara þeirri spurningu þá eru listamenn sífellt að leita í söguna og notfæra sér sagnfræði og sagnfræðingar beita stundum listrænu innsæi og skáldlegum stíl í verkum sínum. íslandsklukka Halldórs Laxness er dæmi um listaverk sem að líkindum hefur haft meiri áhrif á söguskoðun fólks en flest ef ekki öll rit sagn- fræðinga um það tímabil sem þar er fjallað um. Hver er skýringin á því? Fyrr á þessu ári voru í fyrsta sinn veitt bókmenntaverðlaun íslenskra bókaútgefenda. Fyrst voru útnefndar tíu athyglis- verðustu bækurnar og á meðal þeirra vorru tvö sagn- fræðirit. Af því spratt nokkur umræða og voru menn ekki á eitt sáttir hvort réttlætanlegt væri að spyrða saman skáld- verk og sagnfræðirit á þennan hátt. Þær deilur sýna okkur að enn er sambúð sagnfræði og lista umdeild og óútkljáð. Ný saga hefur fengið fjóra menn til að skiptast á skoðunum um þetta viðfangsefni. Þeir eru: Halldór Guðmundsson bók- menntafræðingur, Gunnar Karlsson sagnfræðingur, Svein- björn Rafnsson sagnfræðingur og Sigurður A. Magnússon rit- höfundur. Listagyðjan Pallas Aþena sem hjá Grikkjum til forna var„verndari og frömuður allrar andlegrar viðleitni, visku og snilli. “ (Jón Gíslason: Goöafræöi Grikkja og Rómverja, Rvik 1944, bls. 122). Skyldu grískir sagnaritarar hafa litiö á hana sem sína verndargyðju? 82
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.