Ný saga - 01.01.2001, Side 43
Halldór Grönvold
Hvíldar er þörf
Vökulög í 80 ár
er
G BÝST VIÐ, að mörgum finnist það ótrú-
legt, að einu sinni vakti ég á íslenzkum tog-
ara í níutíu og sex klukkustundir í einni lotu.
Þelta var á gamla Skalla. Á enskunr togara vakti
ég lengst í sextíu klukkustundir, svo kom sex tíma
hvíld og svo þrjálíu og sex klukkustunda vakt.
Eftir slíkar vökur voru menn eins og vofur og
vinnubrögðin einskis virði. Þá var stundum slóg-
inu hent í kösina, en fisknum fyrir borð. Stundum
sáust menn vera að snúa sundur smáfisk og þá
var þá að dreyma, að þeir væru að vinda vetling-
ana sína. Menn hjuggu með hnífum í hendur sér
og slösuðu sig. Þetta var vitfirring. Togaravöku-
lögin læknuðu hana.
Jón Bach, fyrsti formaður Hásetafélags Reykjavíkur'
Nýtt samfélag í mótun
Fyrstu áratugir 20. aldarinnar voru miklir um-
brotatímar hér á landi. A skömmum tíma
breyttist íslenskt samfélag úr landbúnaðar-
þjóðfélagi sem einkenndist öðru fremur af
strjálbýli og sjálfsj^urftarbúskap í þjóðfélag
sem bar öll helstu einkenni iðnaðarsamfélaga
þess tíma með þéttbýlismyndun og aukinni
samfélagslegri verkaskiptingu. Með nýjum at-
vinnuháttum uxu fram stéttir verkalýðs og at-
vinnurekenda sem hófu að skipuleggja sig og
takast á um ólíka hagsmuni á vinnumarkaði
og í samfélaginu öllu. Verkafólk stofnaði
verkalýðsfélög og heildarsamtök og atvinnu-
rekendur skipulögðu sig í samtök til að gæta
sinna stéttarhagsmuna. Á pólitíska vettvang-
inum leystu stéttastjórnmálin sjálfstæðis-
stjórnmálin af hólmi. Þær pólitísku fylkingar
sem fyrir voru riðluðust og nýir stjórnmála-
flokkar voru stofnaðir.
Vaxtabroddurinn í íslensku efnahagslífi og
atvinnuþróun við upphaf 20. aldarinnar var í
sjávarútvegi. Sjósókn, vinnsla sjávarafla og
þjónusta við útgerð og fiskvinnslu voru helstu
forsendur framþróunar þjóðfélagsins. Þar var
hreyfiaflið í uppbyggingu atvinnulífsins og
þar var að finna þær forsendur sem mótuðu
öðru fremur félagsgerð íslensks samfélags
langt fram eftir öldinni.
Um aldamótin 1900 var sjósókn stunduð á
opnum róðrarbátum og þilskipum. En sókn
og vöxtur íslensks sjávarútvegs fólst í þeirri
byltingu sem varð með tilkomu mótorbát-
anna og enn frekar botnvörpuskipanna (tog-
ara) með sínum afkastamiklu veiðarfærum og
sem hægt var að halda að veiðum í misjöfnum
veðrum allt árið.
Útgerð botnvörpuskipa frá Islandi hófst
um aldamótin 1900. Árið 1905 kom til lands-
ins fyrsti togarinn sem var í eigu Islendinga og
upp frá því fór togaraútgerð ört vaxandi. Árið
1916 voru yfir 20 botnvörpuskip í eigu íslend-
inga, en árið eftir voru 10 þeirra seld úr landi
til bandamanna í fyrri heimstyrjöldinni, Eng-
lendinga og Frakka, auk þess sem skipskaðar
tóku sinn toll.2 Samdrátturinn í togaraútgerð
íslendinga stóð þó stutt. Strax árið 1919 hófst
ný sókn og á næstu tveim árum nieira en tvö-
faldaðist fjöldi botnvörpuskipa, auk þess sem
skipin stækkuðu og urðu afkastameiri.3 Af-
koma stöðugt stærri hóps verkafólks réðst með
beinum og óbeinum hætti af útgerð botnvörpu-
skipanna og sama gilti um samfélagið allt.
Vökur og þrældómur
Með aukinni þýðingu botnvörpuskipa á öðr-
um áratug aldarinnar fór einnig að bera á
gagnrýni á vinnuskilyrði hásetanna, erfiða
vinnu en þó einkum miklar vökur, sem oft
fylgdu starfinu. Þegar verkalýðsfélög og síðar
jafnaðarmenn hófu blaðaútgáfu fundu þessar
frásagnir sér farveg á síðum þeirra. Eftirfar-
andi lýsing gefur raunsanna mynd af starfsskil-
Afkoma stöðugt
stærri hóps
verkafólks réðst
með beinum og
óbeinum hætti
af útgerð botn-
vörpuskipanna
og sama gilti
um samfélagið
allt
41