Ný saga - 01.01.2001, Qupperneq 45

Ný saga - 01.01.2001, Qupperneq 45
Hvíldar er þörf ekki að finna neinar kröfur er lutu að vinnu- tíma eða hvfld heldur beindust kjarakröfur gagnvart atvinnurekendum eingöngu að launakjörunum.12 Ekki verður séð að forystu- menn Hásetafélagsins hafi nokkurn tímann ætlað að semja um hvíldartímann við atvinnu- rekendur, heldur hugðust þeir ná því mark- miði el'tir öðrum leiðum. Hásetafélag Reykjavíkur átti aðild að stofnun Alþýðusambands íslands 12. mars 1916 og skömmu síðar háði félagið sitt fyrsta verkfall á botnvörpuskipum sem snerist um föst laun og lifrarhlut hásetanna og verðlagn- ingu hans. Félag íslenzkra botnvörpuskipa- eigenda sem stofnað hafði verið fyrr á árinu fór með málið fyrir hönd útgerðarinnar. Verk- fallið stóð í hálfan mánuð og lauk með niður- stöðu sem almennt var lilið á sem ósigur fyrir Hásetafélagið, þar sem sjómenn féllust í reynd á úrslitakosti útgerðarmanna. En bar- áttu Hásetafélagsins var ekki Iokið. Haustið 1916 hófst launaumræðan að nýju og í janúar 1917 var gengið frá samningum milli Háseta- félagsins og Félags íslenskra botnvörpuskipa- eigenda.13 Hásetar töldu niðurstöðuna viðun- andi og með samningnum höfðu atvinnurek- endur viðurkennt samtök háseta sem samn- ingsaðila. Þannig hafði Hásetafélagið á skömmum tíma staðfest tilvist sína með ótví- ræðum hætti, sem stéttarsamtök sjómanna í Reykjavík og sem hluta af forystusveit verka- lýðsfélaganna í landinu. Rúmum mánuði eftir stofnun Hásetafélags Reykjavíkur var samþykkt yfirlýsing á l'undi þess: „Hásetafélagið álítur það heyra undir verksvið sitt að kjósa alþýðumenn í bæjar- stjórn og til þingsetu, en ekki höfðingja, svo- kallaða, eins og verið hefur“.14 Strax árið eft- ir fékk Hásetafélagið tækifæri til að standa við þessa yfirlýsingu. Við bæjarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í janúar 1916 var borinn fram sérstakur verkamannalisti sem fékk 3 menn kjörna af 5 í bæjarstjórnina. Oddviti verkamannalistans var Jörundur Brynjólfsson, sem skömmu síðar var kosinn formaður Verkainannafé- lagsins Dagsbrúnar. Jörundur fékk 909 at- kvæði en helsti andstæðingurinn, Jón Þor- láksson verkfræðingur, 586 atkvæði.15 Við kosningar til Alþingis í október 1916 „Þið gerið svo að þessum fáu bröndum, piltar“ Frásögn háseta á botnvörpuskipi ÞEGAR bærileg er tíðin, er alltaf verið að fiska, og eins og margir vita, eru engin vðkuskipti á þessum skipuni á fiskiríi, heldur standa allir í einu. Ef lítið fiskast, geta menn oft haft nægan svefn, en þó allt í smá skömmtum, t.d. oft ekki meira en ein klst. í einu, og þykir það gott: en svo ler að fiskast meira og þá fer að versna í því: nú líður fyrsti sólarhringurinn og svo annar, að ekki fær maður að sofna, en á þriðja sólarhringnum eru menn oftast látnir sofa eitthvað lítið. Eg veit, að fólk úr landi rnyndi oft bregða í brún að sjá þessa rnenn drag- ast áfram í liskkösinni, eins og þeir væru dauðadrukknir, og undir eins og þeir setjast niður að borða, eru sumir steinsofnaðir með nef- ið ofan í diskunum sínum. Svona geta fullfrískir menn á bezta aldri orðið, þegar búið er að misbjóða þeim með vökum og vinnu. Nú er hætt að toga, og segir þá skipstjórinn, áður en liann fer niður að sofa: „Þið gerið svo að þessum fáu bröndum, piltar.“ Þess- ar „fáu bröndur" eru þá oft ca. 6-8 þúsund fiskar, og það endist mönnum, eins og þeir eru nú á sig komnir, vanalega 8-10 tíma, og veit enginn nenia sá, sem reynt hefur, hvað menn taka út í þessari síðustu skorpu; eru þá líka oft komnir 60-70 tímar frá því að menn hafa sofið og hvílt sig. Nú fær maður að sofna, vanalega í 5-6 tíma, svo byrjar sama skorpan aftur. en þá er rnaður orðinn úthaldslaus og þolir ekki að vaka jaínlengi næst, af því að hvfldin er ekki nógu löng, sem menn fengu fyrst. Sumir skipstjórar eru nú farnir að sjá, að þeir hafa helberan skaða af að láta menn vaka svona mikið, og eru það einkum þeir eldri og reyndari, en sumir eru ennþá svo blindir og hrokafullir, að þeir hvorki sjá þetta né vilja sjá. Sér og útgerðinni til mikils tjóns láta þeir menn vaka þangað til þeir eru orðnir ónýtir til vinnu og dragasl áfram með veikum mætti af eintómri undirgefni og hlýðni, því þeir vita sem er: ef einhver gengur (að skipstjóra dómi) lakar fram en annar, þá má hann búast við aö l'á að „taka pokann sinn“ og fara í land við fyrsta tækifæri; en þá er hræðslan við atvinnuleysi, þegar í land er komið, svo menn eru eins og milli steins og sleggju; þeir kjósa heldur að láta pína sig og hvelja, heldur en að fara á vonarvöl. Þetta vita líka skipstjórarnir. Þeir geta alltaf fengið menn, hvernig sem þeir haga sér við þá, þegar út á sjóinn er komið. Verkmannablað I, 30 (8. tbl. 12. júní 1913). 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.