Ný saga - 01.01.2001, Side 47
Hvíldar er þörf
vinnu. Hitt mun og sönnu nær, að þessar
miklu vökur munu ekki tíðkast nema í ein-
staka tilfellum, þegar um það er að gera, að
ná í sem mestan afla á sem stystum tíma,
sem oft getur verið alveg sjálfsagt, eins og
tíðarfari er háttað lijer á íslandi, og þá hafa
bæði hásetar og útgerðarmenn gott af hin-
urn langa vinnutíma.18
Ýmsir aðrir þingmenn tóku í sama streng.
Auk flutningsmanns frumvarpsins töluðu
Bjarni Jónsson frá Vogi, þingmaður Dala-
manna, og Jón Magnússon, forsætisráðherra
og þingmaður Reykvíkinga, fyrir þeim sjón-
armiðum sem frumvarpið byggði á. Bjarni
sagði í upphafi síns máls: „Jeg verð að segja,
að mjer finst vægt farið í sakirnar með þess-
um lögum, þar sem tiltekið er um 8 kl.tíma
hvíld.“19 Jón Magnússon sagðist aðeins vilja
„láta í ljós undrun mína yfir því, að svo hófleg
tilmæli, sem hjer um ræða, skuli hafa getað
sætt mótmælum.“20
Við aðra umræðu um málið kynnti Sveinn
Olafsson, þingmaður Suður-Múlasýslu, til-
lögu minnihluta sjávarútvegsnefndar urn breyt-
ingu á frumvarpinu. Hann rökstuddi þar að
þörf væri á löggjöf sem tryggði hásetum lág-
markshvíld, en lagði til að lögboðin lágmarks-
hvíld yrði ákveðin 6 stundir í stað 8. Þá lagði
hann til að gildistökuákvæðið félli brott, enda
lægju engin ósköp á að lögin öðluðust gildi.
Ljóst er að með tillögu sinni var Sveinn að
reyna að miðla málum og stuðla að samþykkt
frumvarpsins. Tillagan var felld og sameinuð-
ust helstu stuðningsmenn og andstæðingar
frumvarpsins í andstöðu við hana. Um efni
hennar sagði Jörundur Brynjólfsson meðal
annars að niðurfærsla á hvíldartímanum væri
óþörf: „En þó er þetta má ske betra en að
ekkert væri að gert.“21 Hvað sem réði stöðu-
mati Jörundar lagðist hann gegn tillögunni,
þótt honum mætti vera ljóst að frumvarpið
næði ekki óbreytt fram að ganga.
í annarri umræðu um málið í neðri deild
spannst nokkur umræða um það hvort með
frumvarpinu væri gerð krafa um afdráttar-
lausa 8 stunda hvíld á sólarhring, eða hvort
víkja mætti frá 8 klst. lágmarkshvíldinni.
Kveikja þessarar umræðu voru ummæli sem
flutningsmaður lét falla við umræðuna og að
það bannaði ekki samninga milli háseta og
Mynd 2.
Sigurður Stefáns-
son frá Vigur var
helsti andstæðing-
ur frumvarpsins
um hvíldartima
togarasjómanna í
umræðunum á
þingi árið 1919.
Mynd 3.
Jóni Magnússyni
forsætisráðherra
þótti undarlegt að
svo hóflegar kröfur
sem fram komu i
frumvarpinu mættu
andstöðu.
skipstjóra.22 í ljósi andstöðu
hans við breytingatillögu minni-
hlutans verður að ætla að samn-
ingar yrðu að vera innan þess
ramma sem frumvarpið kvæði á
um, enda frumvarpið sjálft for-
takslaust að þessu leyti.
Löggjöf eða samningar
um hvfldartíma
Af umræðunum um frumvarpið
rná sjá að andstæðingar þess
héldu mjög á lofti þeim rökum
að ákvæði um vinnutíma og
hvíldartíma væru samningsat-
riði á milli samtaka háseta og
útgerðarmanna. Hefðu hásetar áhuga á að
setja reglur unr lágmarkshvíld ættu þeir að
taka slíkt upp í kjarasamningum. Meðan ekki
hefði reynt á samninga væri ástæðulaust og
óráðlegt að Alþingi væri að fjalla um málið ef
það væri þá nokkurn tíma við hæfi. Sigurður
Stefánsson sagði: „Það sem hér urn ræðir, er
ekkert annað en samningamál milli háseta og
útgerðarmanna, og það gefur að skilja, ef ekki
gengur saman með þeim, að þá eru það út-
gerðarmennirnir sem neyðast til að láta und-
an, svo að atvinnuvegurinn stöðvist ekki.“23
Og Matthías Ólafsson, þingmaður Vestur-ísa-
fjarðarsýslu, áréttaði þetta sjónarmið í um-
ræðunum: „Mjer finst að það sem hjer ræðir
um, sje samningsatriði".24 í rökstuðningi
framsögumanns með frávísunartillögu meiri-
hluta sjávarútvegsnefndar, sem fékk frum-
varpið til meðferðar á milli umræðna var
þessu sjónarmiði sérstaklega haldið á lofti.
Af hálfu sjómanna lá alllaf fyrir að látið
yrði reyna á málið á Alþingi. Við stofnun Há-
setafélagsins einskorðuðust kröfurnar á
hendur atvinnurekendum við launakjör. Jafn-
framt er ljóst að í hvatningu Hásetafélagsins
um „að kjósa alþýðumenn í bæjarstjórn og til
þingsetu, en ekki höfðingja, svokallaða“ fólst
sú hugsun að á Alþing veldust fulltrúar verka-
manna sem gættu hagsmuna þeirra í löggjaf-
arstarfinu. Þannig bæri að líta á frumvarpið
urn 8 klst. lágmarkshvíldina sem tilraun til að
lögbinda lágmarksréttindi, en ekki að slíkt
ætti að koma í veg fyrir samninga félaga sjó-
45