Ný saga - 01.01.2001, Side 65
Óleysanlegir fortíðarhnútar
„grátandi Söru“ eða einhverjum þeim tákn-
um sem gætu skilyrt merkinguna, sé merking-
arbært einkenni í þessu samhengi.12 Það er
líkast því sem þeir vilji gefa samræðum milli
vitneskju og ímynda hvers og eins um gyð-
ingaofsóknirnar lausan tauminn.
Átök um túlkun og framsetningu
Svipaðar reglur virðast gilda um alla fram-
setningu sem gefur sig út fyrir að fjalla um
eða beinast að minningunni um útrýmingu
gyðinga. Það þarf að gera vissum þáttum í
túlkunarsögunni skil og setja þá frarn með
þeim hætti sem tekinn er gildur af þeim sem
orðræðuvaldið hafa hverju sinni. Þessi skiln-
ingur er engin uppgötvun af minni hálfu,
heldur dæmigerð nálgun sagnfræðinga á túlk-
unarsögunni um þessar mundir. Það kann að
hljóma undarlega í eyrum margra að sagn-
fræðileg túlkunarhefð skuli geta bundið
hendur samfélagsþegnanna og sagt fyrir um
hvernig þeim beri að minnast tiltekins fortíð-
aralburðar. í því sambandi þarf að taka mið
af tvennu, að sagnfræðingar hafa haft
óvenjumikil áhrif á opinbera hugmyndafræði
í þýsku samfélagi, og að hér er á ferðinni for-
tíðarvandamál sem er einstakt, þótt ekki sé
nema vegna þess hvernig umheimurinn lítur á
það.13 Jafnvel þótt fyrr og síðar hafi verið
reynt að útrýma ýmsum hópum manna og
þjóðarbrotum víðsvegar í heiminum, líkt og
þeir hafa bent á sem vilja gera lítið úr hve at-
burðirnir voru einstæðir, hafa þessir tilteknu
atburðir hlotið þann dóni í augum umheims-
ins að vera einn mesti smánarbletturinn á
sögu mannkyns.
Af þessum ástæðum meðal annars skilar
það litlum árangri að reyna að gera upp við
sig að hve miklu leyti almenningur hafi tekið
þátt í útrýmingunum. Sama á við um, hvort
Hitler hafi haft markvissa áætlun á prjónun-
um og komið henni á framfæri við undirmenn
sína, hvenær nákvæmlega ákvörðunin um að
útrýma öllum gyðingum hafi verið tekin eða
hvort það sem átti sér stað í Þýskalandi hafi
kannski verið í takt við þá hugmyndastrauma
sem knúðu ráðamenn til athafna á þessum
tíma og fólkið allt til ákveðins viðhorfs. Þeir
sem eitlhvað hafa kynnt sér túlkunarsögu út-
rýmingarnarherferðarinnar gegn gyðingum á
nasistatímabilinu, bera kennsl á þessi stef
undir yfirskriftum eins og „formgerðarhyggja
(structuralism) gegn ætlunarhyggju (intent-
ionalism)“, „Goldhagendeilan"14, „deilan um
hvenær ákvörðunin um lokalausnina (End-
lösung) var tekin“, og „sagnfræðingadeilan
(H istorikerstreit) “.
Öll þessi túlkunarsaga er vissulega ákaf-
lega merkileg og sýnir ekki síst fram á hversu
viðkvæm og sársaukafull minningin um þenn-
an atburð hefur verið og mun líkast til koma
lil með að vera. Eg hef aftur á móti á forsend-
um reynslu rninnar af lestri bóka, spjalli og
ýmiss konar upplifunum komist að þeirri nið-
urstöðu að þörf fyrir annars konar nálgun á
þennan atburð sé orðin brýn í Þýskalandi nú-
tímans. Niðurstaða mín fer saman við þá
kenningu Lyotards að ekki sé hægt að útskýra
útrýmingarherferðina með þeim orðræðukerf-
um sem fyrir eru.15 Sú merking sem fengin er
innan ramma viðtekinna orðræðukerfa full-
nægir engan veginn þörf okkar flestra líkt og
málum er háttað í nútímanum. Þessi kenning
Lyotards er gagnleg fyrir þær sakir að vera
nákvæm rýni á framsetningu útskýringarkerf-
anna, forsendum þeirra, rökfræði formgerð-
arinnar og síðast en ekki síst því sem þær úti-
loka. Framsetning á merkingu (táknum) sem
ekki á sér viðtekið aðsetur innan viðkomandi
orðræðukerfis dæmist ómarktæk og fellur
sjálfkrafa úr leik. Lyotard efast jafnvel um að
hún geti birst sem „merking“, heldur sé lík-
legra að hún komi fyrir sjónir sem merkingar-
laus framsetning, t.d. fáránleg eða út í hött.
Þessi hugsun er í engu flókin, og sem dæmi
má nefna rökfræðina, sem Lyotard setur
gjarnan fram sem dæmi um einkenni á við-
teknum orðræðukerfum. Á vettvangi rök-
fræðinnar, hvaða tegundar hennar sem er, er
ávallt að finna leikreglur um það hvað séu
gild og hvað ógild rök. Ógild rök geta aldrei
hnekkt þeim gildu. Hann tekur dæmi af því
hversu fráleitar slíkar útskýringar hljóta að
virðast, og er nærtækast að minnast þeirra út-
skýringa sem hafa knúið fram hina hatrömmu
og flóknu túlkunarsögu þýskrar sagnfræði.
„Útskýringarorðræðan“ um að Hitler hafi
hafl alla þræði í hendi sér og staðið á bak við
sérhverja framkvæmd og ákvörðun var líf-
63