Ný saga - 01.01.2001, Side 67

Ný saga - 01.01.2001, Side 67
Óleysanlegir fortíðarhnútar félagsþegnum samtímans fyrir sjónir og af hverju þær náðu fram að ganga í svo miklum mæli sem raun ber vitni.18 Mér virðist reynd- ar allnokkuð hafa verið tekið á samfélagslegu samhengi ofsóknanna á undanförnum árum, en ég er sammála Herbert um að það hafi lengi verið látið liggja á milli hluta að ofsókn- irnar áttu sér stað í samfélagi og að fórnar- lömbin hafi verið myrt af mönnum af holdi og blóði, en ekki fyrir tilstilli óhlutbundinna pólitískra þátta. Þessi breyting á sjónarhorni boðar að mínu mati vilja til að komast að rót- um bælingarinnar og viðurkenningu á óhugn- aði atburðanna. Tíminn hefur þegar skapað þá öruggu fjarlægð sem þarf til að hægt sé að láta af varnarháttum, sem hingað til hafa ver- ið samofnir stjórnmálaviðhorfum viðkomandi aðila. Slík tengsl eru þó enn fyrir hendi og sjást best á ofangreindum átökum um minnis- merkið sem fyrirhugað er að reisa í Berlín.19 Það stendur í rauninni enginn styr um það lengur hvort minnismerkið eigi að reisa, þó svo að ég geti ekki tekið undir með sagnfræð- ingnum Young urn að allir séu þar af leiðandi orðnir sáttir. Eberhard Diepgen, borgarstjóri Berlínar, greiddi eftir sem áður atkvæði gegn því að minnismerki Peters Eisenmans yrði reist. Herf bendir á hve ntikla athygli mót- mæli Diepgens vöktu, en láist að gera grein fyrir því að ástæður Diepgens voru hápóli- tískar.20 Berlínarbúar höfðu fyrir niargt löngu komið sér santan unt aðra gerð minnismerkis, og var það áður en Berlín var gerð að höfuð- borg. Deilur urn hver ætli að kosta þá vakt sem mun þurfa við vörslu á minnismerkinu kyntu síðan undir óánægju Berlínarbúa með að þurfa að greiða háar fjárhæðir fyrir minn- ismerki sem þeir höfðu ekki einu sinni valið sér sjálfir. Það fór einnig mjög fyrir brjóstið á þeim að mótmæli sjálfs borgarstjórans væru virt að vetlugi. Málin eru reyndar flóknari og pólitísk á alla kanta, en þetta ætti að nægja til að sýna hve samlvinnuð minningin um útrým- ingarherferðina er pólitískum viðhorfum, sent aftur hefur leitt lil þess að minningunni hefur markvisst verið beitt sem pólitísku þrýstitæki. Herbert telur untræðurnar enn búa yfir þeim leiðu annmörkum að mynda fjarlægð á samfélagslegt umhverfi nasista- tímabilsins sem og þarfir samtímans fyrir end- urskoðun. Atburðirnir sem til umræðu eru og þýðing þeirra fyrir nútímann verður undir í pólitískum hártogunum sérfræðinga á milli. Vandamálið sem Herbert minnist á tel ég urn þessar mundir einkum felast í kynslóðabilinu og ótta við að nútímamenningin stuðli að dreifingu merkingarinnar, eða því að atburð- irnir leysist upp og týnist í óteljandi nálgun- um, viðhorfum og áherslupunktum. Greining Volker Berghahns á bók Charles S. Maier, The Unmasterable Past, varpar ljósi á þetta vandamál. Maier greinir sagnfræðingadeiluna (Hi- storikerstreit) svokölluðu, með hliðsjón af póstmódernísku menningarumhverfi nútím- ans. Hann beitir hugtökunt eins og „karni- vali“ og samræðum ólíkra sjónarhorna á sviði þessara rannsókna til að greina þær ástæður sem liggja að baki mismunandi nálgunum.21 Berghahn segist hrifinn af þessu framlagi Maiers og þá sérstaklega af hugmynd lians um að víðfeðmi nútímaumræðu rnegi túlka sem mikilvæg skil við pólitísk átök rnilli hægri- og vinstrimanna. Maier telur að frá og með sagnfræðingadeilunni hafi rýrnið fyrir ólík sjónarhorn stækkað, mörg sjónarhorn geti tekist á í sömu andrá, textinn hafi fengið vægi sem ákveðið hugtak, og hugmyndin um „sannleika“ í málinu sé á undanhaldi. Berg- hahn verður þó fyrir vonbrigðunt þegar Mai- er býður enga lausn í lok greiningar sinnar og Mynd 7. Líkbrennslustofa sem varðveitt er í Auschwitz, stærstu útrýmingarbúðunum. I þeim var um ein milljón gyðinga tekin af lífi í heims- styrjöldinni síðari. 65
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.