Ný saga - 01.01.2001, Side 93

Ný saga - 01.01.2001, Side 93
Finnur Magnússon og endurreisn alþingis mér sú æra að vera einn þeirra. Hann var sér- lega náðugur við okkur og hét íslendingum ölluni vernd sinni“. Síðan heldur hann áfram og segir: Það hefir brytt hér á miklum frelsisanda í vetur og hafa sumar Deputationir með ber- um orðum beðið konung um Constilution líka þeirri, sem hann hafi gefið Noregi. Dagblöðin hafa og verið heldur svæsin (að mér hefir þótt, því eg má játa, að eg er ekki einn af de ultra-liberale)“.6 Af því sem hér hefir verið rakið er erfitt að verjast þeirri spurningu hvort Finnur hafi ekki skrifað konungi þetta gagnmerka bréf 17. febrúar vegna hvatningar frá löndum sín- um fremur en að eigin frumkvæði. í bréfinu rekur hann sögu alþingismálsins frá upphafi til dagins sem það er skrifað. Rétt er að skoða það í samhengi við grein sem birt- ist í Fædrelandet 16. mars um alþingismálið og úrskurð konungs 20. maí. Efnislega er greinin líkust því að vera unnin upp úr bréfi Finns til konungs, nokkum atriðum er bætt við og endað á að greina frá ávarpinu til kon- ungs 11. desember 1839. Jón Sigurðsson greinir svo frá í Nýjum félagsritum 1841: Nokkru síðar varð hljóðbært, að mál þetta væri búið undir konungsúrskurð, héldu þá Islendingar fund, og var tekin saman grein nokkur á dönsku, og er hún prentuð í „Fæ- drelandet“ 16da marsm. 1840; þar eru skír- lega tilgreindar ástæður þær sem bæði skynsemin og reynslan sýnir fyrir því, að Islendingar fái fulltrúaþing sér í lagi, ...Et- azráð Finnur Magnússon gjörði einnig enn allt hvað í hans valdi stóð, til þess að mál þetta mætti fá sem heppilegastan fram- gang, fósturjörð vorri til heilla; enda varð heldur ekki annað sagt, en að konungur yrði svo við ósk vorri sem best mátti verða.7 Vel má hugsa sér að Jón eigi hér við bréf Finns til konungs 17. febrúar 1840 sem birt er hér á eftir. Það ber með sér að Finnur hafi tæpast skrifað það að eigin frumkvæði, held- ur hafi hann gert það fyrir áeggjan landa sinna í Höfn og ritað það „nolens volens“ líkt og ávarpið til konungs 11. desember árið áður. í upphafi bréfsins getur hann þess fyrst að sér sé óljúft að skipta sér af óviðkomandi málum, en telji það samt skyldu sína í þessu tilviki. í bréfinu birtist viðhorf Finns til stéttaþing- anna og þátttöku íslands í Hróarskelduþingi. Hann gjörþekkti þá sögu frá upphafi vega, þar sem hann var einn hinna „upplýstu manna“ sem konungur tilnefndi 23. mars 1832 og áttu að fjalla um „Umdæmastand- anna kosníngarmáta og innréttíngu“ ásamt Moltke fyrrverandi stiftamtmanni fyrir ís- lands hönd. í bréfinu kemur skýrt fram að til- lögum þeirra um sérstakt þing á íslandi - at Jsland maatte erholde sin særegne raadgi- vende Stænderforsamling - var stungið undir stól. Þessar tillögur eru ekki kunnar, en þeir- ra væri helst að leita í gögnum urn upphaf stéttaþinganna í „henlagte sager“, því að Finnur segir að þær hafi verið afhentar rétt- um málsaðilunr. Efnisatriði bréfsins þekkti Finnur af eigin reynslu. Hann víkur sérstaklega að vanþekk- ingu þingfulltrúanna á Hróarskelduþingi á málefnum íslands og nefnir eina undantekn- ingu, Islandskaupmann sem sé þingfulltrúi fyrir Kaupmannahöfn, og eigi í útistöðum við flesta íslendinga - og á hér við R Chr. Knudtzon stórkaupmann. Urskurður konungs um endureisn Alþing- is á Þingvelli vakti mikinn fögnuð hjá íslend- ingum í Höfn. Skírnir greinir svo frá: Þegar íslendingar þeir sem hér voru í bæn- um sáu úrskurð þenna, áttu þeir fund, og kusu þá Finn Magnússon etatsráð, Pétur Pétursson prófast og Þorleif Repp mál- fræðing til að færa konungi þakklæti sitt fyrir úrskurðinn. Tók konungur þeim nrildilega og óskaði íslendingum heppnað- ist svo að færa sér hann í nyt sem vilji hans og ósk væri til. Sigurður Melsteð, síðar prestaskólakennari skrifaði föður sínum tíðindin 29. júní með þessum orðum: Þann 20ta maínránaðar skipaði kóngur kansellíinu að láta kommissionina heima [þ. e. enrbættismannasanrkomuna] að sunrri ráðslaga um hvörnig raadgivende Stænder best gætu verið heima hvört ei væri best að það væri nefnt Alþing senr fyrrum og hvört ei væri hentugast að það væri haldið á Þingvöllunr sem í fornöld Hann víkur sér- staklega að van- þekkingu þing- fulltrúanna á Hróarskeldu- þingi á málefn- um íslands og nefnir eina und- antekningu, ís- landskaupmann sem sé þingfull- trúi fyrir Kaup- mannahöfn, og eigi í útistöðum við flesta íslend- inga og á hér við P. Chr. Knudtzon stórkaupmann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.