Teningur - 01.10.1991, Síða 10

Teningur - 01.10.1991, Síða 10
MATTHIAS VIÐAR SÆMUNDSSON BLEKKING OG ÞEKKING Um íslenska skáldsagnagerð 1 Það er eins og dulvitundin hafi aldrei farið að heiman segir á vísum stað; reynsla bernskunnar fylgir hverjum og einum ævina á enda. Kannski eig- um við bara einu sinni heima í orðsins fyllstu merkingu; kannski er heimili okkar á fullorðinsárum ekki annað en ófullkomin eftirlíking heimilisins sem var forðum. Og óþolanleg hugsun vaknar með tilheyrandi spurn: Getur verið að sagan hafi náð okkur á vald sitt að fullu og öllu? Erum við lokuð inni í leiklausum hversdagsleika? Frá slíkri grunsemd er stutt yfir í auvirði- lega blekkingu endurminningarinnar: hvít léreftssegl og spegilsléttan árós. Skáldsögur níunda áratugarins ein- kennast af söknuði eftir upprunan- um, gömlu og náttúrlegu sakleysi, heilsteyptu umhverfi. Andblær þcirra ber öðru fremur keim af eftirsjá. Lýst er heimi sem við höfum yfirgefið eða slysast til að glata, heimi sem laus er við tvístring, þéttur í sér og óbrotinn. í HVERSDAGSHÖLLINNI (1990) eftir Pétur Gunnarsson kemur sögu- maður að æskuheimili sínu miðaldra maður: „Þessi heilsteypti heimur. Líkt og heimur Aristótelesar áður en Kóperníkus og þeir strákar náðu að kollvarpa honum og jörðin sem var miðja skrapp saman í hverja aðra skopparakringlu í kringum sól og svo koll af kolli velta úr sessi, sól, sólkerfi, vetrarbraut - miðjan reynist alltaf vera annars staðar - hver og einn miöjuspilari fyrir sig cn kantspilari í augum næsta.“ í minningu sögumanns er eins og æskan hafi verið kvik og líf- ræn heild - en hún er háð tíma sínum og umhverfi: fólki, viðburðum, hús- um. Getum við endurskapað þessa tíð er spurt. Hún tengist okkur ekki í stórtíðindum dagblaða né geymist hún í rykföllnum myndaalbúmum. Hún varðveitist öllu heldur í smá- myndum sem skjótast upp í hugann eins og af tilviljun; þær rúma oft stórar hugsanir og mikilvæg örlög. Þannig verður fortíð manns ekki flutt yfir í annan tíma eftir fræðilegum leiðum; hversdagslífið er of tvístrað og margbrotið til að það komist fyrir í fræðilegri ritgerð. Sögumaður Pét- urs reynir að endurgera hið liðna í ljóðrænum, myndvísum og brota- kcnndum texta. Því fylgir Ijúfsár kennd, vanmáttartilfinning; það er alltaf eitthvað sem vantar. Og ekki var allt bjart forðum; fortíðarþráin getur verið sársaukafull. Eftirsjáin er döpur í eðli sínu, nei- kvæð gagnvart nútíðinni, fortíðar- dýrkandi og full samviskubits - eitt- hvað hefur gleymst, verið varpað fyr- ir róða eða svikið. Þessi kennd er upp- spretta tímavilltrar rómantísku þar sem tilveran cr skautuð sundur. Sam- kvæmt henni býr Guð hinum megin í húsinu, þar sem við vorum einu sinni, á æskuárum okkar - þar er móðirin, náttúran, nítjánda öldin, Fáninn rauöi. Framsækin lífsskoðun hlýtur að vera reist á fullkomnu samþykki - að sannleikur okkar sé hérna og núna en hvorki á undan, ofan við né fyrir utan. Einungis slíkt samþykki getur hafið okkur yfir lamandi útlegðar- kennd og kyrrstöðu; það eitt getur leyst okkur undan bókmenntum sem eru áhrifalausar og neikvæðar þótt yfirbragð þeirra sé með gleðibrag. Tökum á móti „formlausri, hljóðri, hvítvoðungslegri mynd ófreskjunnar," sagði Derrida eitt sinn. Burt með eftir- sjána. Því er líkast sem fortíðarþráin hafi náð valdi yfir heilli kynslóð rithöfunda; þeir reyna í sífellu að skrifa sig aftur fyrir Kóperníkus, þ.á m. Pétur Gunnarsson, mcð skáldsögum um reynsluheim barnsins; tala má um tískufár í því samhengi. Af hverju? Ætli það stafi ekki m.a. af því að veru- leiki barnsins er öðruvísi en reynsla fullorðins fólks; tíminn hefur ekki enn- þá krækt í það klónum - þessi vitneskja um að veröldin líður án þess að hrær- ast. Barnið cr einhvern veginn sam- runnið tímanum enda upplifir það sjaldan hversdagsleika eins og við sem föst erum í formum og yfirborð- um frá degi til dags - jafnvel stórfeng- legasta ást breytist í beinagrind föln- aðra endurminninga, ritar Kúndera; kyrrstaðan vekur tilvistarólund sem margir þekkja, drepandi leiða. Barnið stjórnar aftur á móti formum sínum að vild, a.m.k. innra með sér; eitt hús- horn opnar því nýjan heim. Pétur 8

x

Teningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.