Teningur - 01.10.1991, Page 15
BLEKKING O G ÞEKKING
lcysis - samrunnin veikleika sein tjáir
sig í hrollkenndum svita, líkamlegum
daun, mélbrotnum spegli.
Skáldsaga Rúnars Helga vísar á
samtímann með ýmsum hætti. Ætli
sjálfsmyndarkreppa söguhetjunnar
lýsi ekki sjálfsniyndarkreppu okkar
tíma einkar vel. Hún cr frumorsök
þcss kaldsveitta veikleika sem lamað
getur manneskjuna ef hún gleymir sér
á varðbergi. Og þannig er það: Flestir
hræðast eigið sjálf og reyna að sam-
lagast yfirborði hlutanna - leitað er
lífsfyllingar í félagsleguni gildum eða
hlutverkum; afleiðingin er óhugnan-
legur tómleiki sem einungis getur leitt
til sjúkleika, máttleysis eða þá tauga-
tryllings, þar sem fólk skemmtir sér
til óbóta.
Það er rétt sem sagt er: Samfélagið
tekur okkur á taugum - innihaldsleys-
ið flæðir yfir okkur eins og hland.
Fólki er sagt hvernig það eigi að
klæðast og elskast, hvað sé eftirsókn-
arvert, hvernig það eigi að lifa lífinu.
í samfélagi okkar er gínan í glugg-
anum hin fullkomna fyrirmynd; hver
og einn reynir að líkjast henni til
hlítar - enda sækir oft að mér efi á
göngu niður Laugaveginn: Er ég
staddur í heimi gínunnar - eða hvar
er ég? Hef ég kannski breyst sjálfur í
gínu? Kemur ekki að því einn góðan
veðurdag að gínan stígur niður úr
sýningarglugganum og tekur völdin á
strætinu - eða hefur það gerst nú
þegar? Eitt er víst: Gínur hcrma ekki
lengur eftir mönnum heldur menn
eftir gínum. Ég sannfærðist um það
eitt kvöldið er ungur maður birtist á
sjónvarpsskjánum og talaði nákvæm-
i, lega eins og Arthúr Björgvin. Það er
ósköp skiljanlegt að menn scu yfir-
borðskenndir í framkomu; liitt er
verra þegar þeir sækja yfirborð sitt til
annarra - þá flækjast málin svo um
munar. Og við upplifum eitthvað scm
er yfirborðskennt yfirborð annars
yfirborðs.
Söguhctja NAUTNASTULDAR er
bókmcnntalegt skyldmenni Ólafs Þór-
hallasonar og Stcins Elliða - samt er
eins og hún geti varla fjarskyldari
verið. Einhvern veginn er hún þó
tímans merki; svona náungar kúldr-
ast víða í kjöllurum bæjarins. Og
maður spyr sjálfan sig: Hvenær og
hvers vegna gerðist það? Hvenær
hættum við að geta valið og hafnað?
Hvenær urðum við of máttlaus til að
geta skitið af nautn? Var það á tímum
Þórbergs?
5
Seinna innskot um Mílan Kúndera
Mílan Kúndera er þeirrar skoðunar
að skáldsagan hafi fjallað um ráðgátu
sjálfsins frá upphafi vega. Um leið og
höfundur skapar ímyndaða veru ritar
Kúndera, vaknar áleitin spurning:
Hvað er sjálf? Hvernig er hægt að ná
taki á því og skilja það? Margskonar
svörum hefur verið slegið fram í gegn-
um tíðina; segja má að þau skilji á
milli ólíkra strauma og jafnvel tíma-
skeiða í sögu skáldsögunnar.
Allt fram á 18. öld var sálfræðileg
krufning óþekkt, að mati Kúndera.
Þannig greinir Boccaccio aðeins frá
viðburðum, athöfnum og ævintýrum.
Sögur hans bera með sér sannfæringu
scm lýsa má á svofelldan hátt: Mað-
urinn er það sem hann gerir; með at-
höfn sinni stígur hann út fyrir endur-
tekningu hversdagsins og verður að
einstaklingi. Diderot var mun efa-
gjarnari fjórum öldum síðar. Sögu-
hetja hans, Jacques, tlekar unga
stúlku og gjörist drukkin af víni; hún
er lúbarin af föður sínum og skráir sig
í hersveit af einskærri þrjósku - í
fyrstu orrustunni er hún skotin í
hnéð. Þessi söguhetja heldur í upp-
hafi að ástarævintýri sé í uppsiglingu
en uppsker líkamleg örkuml; hún stað-
festir ekki sjálfa sig með eigin
athöfnum - eða mcð orðum Kúndcra:
Maðurinn vonast til að finna mynd
sína í tiltekinni athöfn en kemst að
raun um að myndin er af öðrum
manni.
Skáldsagan hlaut að leita sjálfsins
annars staðar. Henni var nauðugur
einn kostur að snúa augliti sínu frá
sýnilegum heimi atburða og athafna
að ósýnilegum hugarheimi mannsins.
Það gerðist um miðja 18. öld að mati
Kúndera. Um það leyti uppgötvaði
Richardson bréfsöguformið þar sem
persónur játa hugsanir sínar og
kcnndir. Skáldsagan lagði af stað í
mikið ferðalag sem enn stendur yfir,
ferðalag um hugarheima mannsins.
Kúndera er þeirrar skoðunar að þessi
leiðangur hafi náð hástigi sínu með
Proust og Joyce. Þannig skilgreinir
Joyce eitthvað sem er enn óáþreifan-
legra en hinn glataði tími Prousts:
augnablikið, andrána sem líður. Við
fyrstu sýn virðist ekkert vera augljós-
ara og áþreifanlegra en andartakið.
Engu að síður rennur það sífellt milli
fingra okkar eins og smákornaður
sandur. Kannski harmleikur eða dep-
urð lífsins sé í því fólgin. Á einu sek-
úndubroti taka skilningarvit okkar
við margbreytilegum áreitum sem
okkur eru ýmist meðvituð eða ómeð-
vituð, og skrúðfylking skynhrifa og
hugsunarbrota glundroðast í gegnum
höfuð okkar. Sérhvert augnablik er
dálítill alheimur sem glatast á svip-
stundu. Frásagnartækni Joyce má
líkja við ötluga smásjá, ritar Kúnd-
era, af því að hún stöðvar þetta kvik
og leiðir augnablikið í ljós. Engu að
síður lýkur leitinni að sjálfinu í þver-
stæðu líkt og áður: Því öflugri sem að-
dráttarlinsa smásjárinnar varð, þeim
mun ógreinilegra varð einstæði sjálfs-
ins - linsan braut sálina í einfalda
frumþætti sem sameiginlegir eru
öllum mönnum.
En sé einstæði sjálfsins ekki að
finna í innra lífi manneskjunnar, hvar
er þess þá að leita? Er yfirleitt hægt
að ná tökum á sjálfinu? Svar Kúndera
er neikvætt. Að hans dómi lýkur leit-
inni ávallt í tvístringi eða þversögn.
Kafka var meðvitaður um þetta, ritar
Kúndera, hann valdi sér því leið að
sjálfinu sem var fullkomlega óvænt og
13