Teningur - 01.10.1991, Page 18

Teningur - 01.10.1991, Page 18
áfram, vanda þeirra, hugsjón og ótta, þekkingu þeirra. Pær eru bandingjar sagnalistar sem hefur einungis áhuga á sjálfri sér. Slík list getur ekki lýst því sem gerist þegar ofbeldi sögunnar hellist yfir ævintýri einstaklingsins. Kannski er fagurfræði Einars Más um að kenna. Hið raunsæja ímyndunar- afl hans virðist ekki eiga sér hljóm- botn í heimspekilegri, pólitískri eða siðferðilegri þekkingarleit. Það er full- upptekið af dýrkun eigin tilveru. Kannski er það allt í lagi. Engu að síður hallast ég að hugmyndum Míl- ans Kúndera sem túlka má á svo- felldan hátt: Skáldsöguhöfundurinn er hvorki sagnfræðingur né spámaður - hann er tilvistarkönnuður. Þannig hugsar hann með allt öðrum hætti en heimspekingur eða fræðimaður. Hug- myndir hans eru vitsmunalegar æfing- ar, þverstæðuleikir, fremur en kenni- setningar. Um leið og hugleiðing verður hluti af skáldsögu breytir hún um eðli. Umleikis hana er heimur kenninga og staðhæfinga - allir eru fullvissir um l'ullyrðingar sínar: stjórnmálamenn, heimspckingar, kennarar. í heimi skáldsögunnar er ekkert staðhæft; hún er svið leiks, til- gátu og rannsóknar, tilvistarlegrar könnunar. Dagný Kristjánsdóttir: „Min Glade Angst“, Sprák og Litíeratur i Norden 1980-1990, Nordisk Spráksekretarit Oslo 1990, bls. 84-108. Milan Kundera: L'art du roman, París 1986 (e. útg. Tlte Art of the Novel, New York 1988). Sigfús Daðason: Hendur og orð, Reykjavík 1959. 16

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.