Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 39

Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 39
KRISTINN G. HARÐARSON Frá sýningu í Asmundarsal 1981. Málverk á vegg: iðnaðarmálning og Ijósmyndir á striga. Skúlptúr á gólfi: sykurmolar, stál og málning. þar, heldur er þetta allt í einum potti. Hins vegar flyt ég performansana ekki í rými sem ég er að sýna önnur verk í, ég vil sýna þá sér. HÞF: Geta leifar performansa hjá þér verið verk eins og oft er? KGH: Afgangsefni, nei. Ég hef verið að gæla við hugmyndina um svoleiðis verk en það hefur aldrei orðið. Það hefur aldrei verið þannig að þegar ég væri búinn, þá stæði afurðin eftir sem sjálfstætt verk. EP: Skiptir þú sem persóna máli í performans? KGH: Kristinn Harðarson? Nei. VERKIN OG RÝMIÐ HÞF: Þú hefur einhvers staðar lýst muninum á því hvernig þú vinnur lítil og stór verk. Þú segir að litlu verkin raðist upp næstum ósjálfrátt, en stóru verkin séu byggð á langtímaplönum. KGH: Litlu verkin verða oft til vegna skyndilegrar upplifunar, í hversdags- önnum, úti í búð eða úti á götu, við að fara út með ruslið eða taka saman þvottinn. Eða ég sé eitthvert drasl, oft er það eitthvert dót eða myndir. Ég reyni svo að endurskapa stemn- inguna gjarnan þá með tilfallandi dóti á vinnustofunni, drasli sem ég hef safnað saman. Oft skapast þessi hug- hrif við að ég róta í dótinu hjá mér eða hreinsa til á vinnustofunni. Ann- ars er flokkun vinnuaðferðanna ekki svona skýr í reynd. HÞF: Mér finnst stundum að stóru verkin séu sérstaklega gerð fyrir sýn- ingar, eru þau kannski tengd rými? KGH: Nei, ég vinn þau ekki fyrir ákveðnar sýningar eða rými. En þau eru yfirleitt lengur að fæðast í hug- anum og í vinnslu. í byggingu eru þau nákvæmari. Áður en ég hef vinnslu þeirra teikna ég gjarnan nákvæma vinnuteikningu í réttum hlutföllum þar sem allt er úthugsað, stærðir, efni, allt til hinna smæstu atriða. Stundum er það þó ekki alveg svona nákvæmt, þá skipulegg ég stærðir og grunnefnin. Smáatriðin hef ég í hug- anum og spinn þau við verkið á meðan á vinnslu stendur. Og með stór verk þá er það auðvitað líka hagkvæmt atriði, maður vill ekki flaska á því að vera búinn að vinna tvo mánuði að verki og vilja svo hafa það tíu sentí- metrum breiðara þegar upp er staðið. En þarna er líka grundvallarmunur á inntaki. Ég set nokkurn veginn sama- semmerki milli inntaks og tilfinninga. Það er önnur tilfinning í litlu verk- unum en þeim stóru. Litlu verkin eru léttari og meiri leikur í þeim. Hin cru yfirvegaðri, rólegri og hafa klass- ískara yfirbragð, byggingin klassísk- ari, gjarnan symmetrískari. EP: Finnst þér tíminn sem þú ert að vinna að verkunum mikilvægur, hef- urðu mikla ánægju af sköpuninni? KGH: Já ég hef mikla ánægju af sköpuninni. Stundum er ánægjan ansi sveitt, stundum Ijúf og þægileg. EP: Finnst þér ögrandi að vinna tíma- frek verk? KGH: Já mér finnst það mikil áskorun þegar eitthvað ofboðslega viðamikið fæðist í huganum. Maður veinar undan því að takast á við vcrkefnið, en á sama tíma er það líka ómótstæðilegt. EP: Finnst þér ckki líka ögrandi að stilla upp við hliðina á slíku verki mynd sem aðeins hefur tekið örskamma stund að vinna, og er kannski ekkert síðra verk? KGH: Já sérstaklega er erfitt þegar þarf að leggja til hliðar verk sem hefur tekið tvo mánuði að gera og kostað mikil útgjöld. Það getur verið sárt ef verkið sem varð til á einum klukkutíma reynist miklu betra. Ég hcld að samtalið milli skyndiverk- anna og þeirra yfirveguðu skapi vissa stemningu. Það niyndast rím þar á milli ef vel tekst til. Það er meðvitað hjá mér að skapa 'einhvern heim, heim sem er samtal milli hinna ýmsu verka sem ég geri. Þá er listin kannski í loftinu á ntilli verkanna. HÞF: Er þá ekki komin einhvers kon- ar rýmishugsun í þetta? KGH: Þetta er kannski einhvers konar andlegt rými EP: Verkið er þá eitthvað sem kemur tilfinningu til skila? En þú talar líka við sjálfan þig í verkunum? KGH: Kannski má segja að með því að nota efnivið sem tengist mér per- sónulega, fjölskylduljósmyndir, lítil hversdagsatvik og þess háttar, sé ég að tala við sjálfan mig á einhvern 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.