Birtingur - 01.01.1957, Síða 37

Birtingur - 01.01.1957, Síða 37
gervisköpun bæta rugli við rugl og hafa mesta ánægju af. Og að síðustu þarf engan að undra, þó að svo margir skriffinnar gái, bókstaflega talað, til sólar um lágnættið, í stað þess að útskýra grundvallaratriði plastiskra lista, tjáningarformið. Hvernig hlutlæg list er nú. Stundum er það sagt í herbúðum abstrakt- manna, að hlutlæg list hafi tæmt alla sina möguleika. Þetta er gjörsamlega rangt. Til þess að sannfærast um það nægir svolítið reikningsdæmi. 1 margar aldir hefur tónlistin í vestrænum menningarlöndum allt í allt ráðið yfir tólf nótum. Og enn hefur ekki tekizt að tæma möguleikana fyrir þeim samböndum, sem þessi fátæklegi efniviður geymir. Heldur ekki þá margbreytni, sem þessi sambönd geta tjáð. Nú er tala þeirra lita og forma er við sjáum með því að renna augunum snöggvast til umhverfis okkar, langt yfir tylftina. Maður getur því með fullu öryggi staðhæft, að hlutlæg list er hvergi nærri því að hafa tæmt alla tjáningarmöguleika sína. En ein sannindi eru þó eigi að síður augljós, að hlutlæg list er, þrátt fyrir enn ónumin og auðug lönd, á stöðugu undanhaldi. Síðustu kynslóðir mikilla afreksmanna hverfa hver af annarri: Klee, Léger, Laurens eru látnir. Þeir sem eftir lifa verða stöðugt færri og eldri. Sætin eru auð, en enginn hlutlægur listamaður, sem atkvæðamikill er, hefur gefið sig fram til þess að taka við arfinum. Ég segi atkvæðamikill. Því satt að segja er enginn hörgull á þeim hlutlægu og þeim fjölgar viðstöðulaust. Flestallir gagnrýnendur hlaða lofi á þá. Þeir selja öll verk sín fyrir gott verð og þeim eru falin opinber verkefni. Þeir hafa allt, nema þetta eina, að vera atkvæðamiklir. Við skulum athuga nokkur dæmi. Ég læt þau frönsku nægja, þótt erlendis megi finna önnur hliðstæð og engu síður fróðleg. Hér er fjölmennur söfnuður: Brianchon, Cavaillcs, Chapelain-Midy, Legueult, Limouse, Pancelet, Terechkovitch. Á þessa menn er borið mikið lof fyrir fágun, smekkvísi og yndisþokka. Látum það vera. En hjá þeim kem ég ekki auga á annað, þegar bezt lætur, en uppsuðu á efni frá Bonnard eða Matisse, allavega kryddaða og allavega kraftlausa. Lítum á þá yngri. Hvað um Carzou, sem gagnrýnin hossar hátt? Nýr Guardi, með tilliti til nákvæmni f jarvíddarinnar, ásamt þyrniviði, en án ljóss Feneyja og andagiftar í teikningunni. Lorjou? Útblásin litakássa, sem á að bera mikilli skapgerð vitni, expressionismi með æðardúnshörku. Buffet? Brella, sem hefur heppnazt, teikningin eins og beinagrind úr tannlausum fiski. ,,Tilfelli“, eins og sumir skósveinar hans segja, þegar þeir beina athyglinni að lifnaðarháttum hans, svo síður verði tekið eftir óþægilegum áhrifum frá myndrænum hallarekstri hans. Bragðlaus uppsuða á þeim expressionisma, sem Rouault í byrjun listferils sins, Picasso og margir góðir listamenn í Norður- og Mið-Evrópu gerðu stórum betri skil. Þetta eiga þá að vera arftakar síðustu stórmenna hlutlægrar listar? Öllu fremur má kalla þá ættlera. Ég gæti sagt fáein orð um ,,framfara“- málarana, kommúnista, sem eru of miklir menn eða of klaufskir til þess að gera góðar áróðursauglýsingar, og surrealistana, 2U
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.