Birtingur - 01.01.1957, Page 55

Birtingur - 01.01.1957, Page 55
Fyrsta isýningin var á verkum Max Ernst og hugsuð sem tengiliður við framsækin öfl seinustu fyrirstríðsáranna, en þá var súrrealisminn atkvæðamestur og Max Ernst einn bezti fulltrúi hans. Þannig var þráðurinn tekinn upp af nýju. Síðan leitaði ég fyrir mér í öllum áttum og reyndi alltaf að velja hið frumlegasta og djarfasta. Fyrsti abstraktmálarinn sem hjá mér sýndi var Atlan, arabískur málari frá Norðurafríku. Skömmu eftir að sýningu hans lauk komu þeir til mín Deyrolle og Dewasne og báðu mig að sýna myndir eftir sig og nokkra félaga sína: Raymond, Hartung og Schneider. (Frá því segir nánar í viðali við Deyrolle í 3. hefti Birtings 1956). Vasarely var fyrir á salnum, hafði sýnt nokkrar mjög stílíseraðar myndir um þessar mundir, en varð algjörlega abstrakt eftir kynni af þeim félögum. Þessir listamenn ílentust hjá mér flestir, og seinna bættust þeir við í hópinn Jacobsen og Mortensen, 1947. Síðan hefur á ýmsu oltið eins og þér vitið: menn koma og fara, en ég hef alltaf reynt af fremsta megni að styðja þá viðleitni sem vísar fram á við og er djörf og á einmitt þess vegna oft svo erfitt uppdráttar. Því læt ég þá, sem búnir eni að fá nafn, eins og það er orðað, og famir að selja, oftast sigla sinn sjó til að geta stutt yngri menn og minna þekkta. — áttuð þér einhvern þátt í stofnun tímaritsins Art d’Aujour’hui sem nú heitir Aujourd’hui? — Já og nei. Við hérna í fjölskyldunni, eða réttara sagt faðir minn, áttum hugmyndina, vorum meira að segja búin að undirbúa fyrsta heftið. En um það leyti kynntist ég verkfræðingnum André Bloc. Hann fékk áhuga á hugmyndinni og gerði hana að veruleika, eins og frægt er orðið. — Hvað er eiginlega sýningarsalur, hvemig viljið þér skilgreina hlutverk hans? — Það má sjálfsagt gera á ýmsa vegu, en þó held ég að tala megi um þrjár meginlínur: 1 fyrsta lagi, að salurinn sé rekinn eins og hver önnur verzlun, þar sem sjónarmið viðskiptavinarins er allsráðandi — og það er trúlega algengast; í öðru lagi eins konar bil beggja: salurinn reynir að verða sér úti um verk frægra manna til að fá á sig orð og auka sölumöguleika sína, en að öðru leyti ræður lögmálið um framboð og eftirspurn; 1 þriðja lagi þekkist það, þótt sjaldgæft sé, að litið er á listsalinn sem skapandi og mótandi afl í þjóðfélaginu, vettvang þar sem reynt er að koma á framfæri listrænum nýjungum og allt starf hans við það miðað. Þetta er auðvitað langerfiðasti kosturinn, því eins og þér vitið er ekki að því hlaupið að selja eitt abstrakt málverk, hvað þá mörg, þó að enginn 41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.