Birtingur - 01.01.1957, Side 90

Birtingur - 01.01.1957, Side 90
hafði tök á, í stað þess að leiða okkur strax beint inn í heimsfræði sína. En dr- Helgi kýs heldur að ræða þessi undirstöðulögmál í sérstökum ritgerðum, og er aðalgreinargerð fyrir þeim að finna í ritgerðum, sem bera heitin „Lífgeislan og magnan“ (í öðru hefti Nýals), „Stjörnulíffræði" og „Önnur uppgötvanasaga“ (í þriðja hefti). Inn á milli eru ritgerðir, sem ekki skipta höfuðmáli fyrir grundvallarkenninguna. Tel ég þetta stóran galla á riti, sem gerir skýlausa kröfu til að vera vísinda- og heimspekirit í víðtækustu merkingu. Dr. Helgi heldur því sem sé mjög fast og eindregið fram, að haijn hafi orðið fyrstur manna á þessari jarðstjömu til að upgötva áður óþekktar staðreyndir eða lögmál um heiminn, og sé heimsfræði sín eða heimspeki eðlileg afleiðing þessara lögmála. — Einn annmarka vil ég nefna þegar í stað, sem að vísu geta verið skiptar skoðanir um, hvort telja skuli annmarka, en það eru hinar siðfræðilegu hugmyndir, sem ekki eru skýrt aðgreindar frá því, sem höfundur telur vera grjótharðar staðreyndir. En það er nú almennt viðurkennt af heimspekingum, að ekki sé heimilt (rökfræðilega séð) að draga siðfræðilegar ályktanir af staðreyndum. Á hverju þetta byggist er allflókið mál og engan veginn augljóst, eins og marka má af því, að það er ekki fyrr en á átjándu öld, að skozki heimspekingurinn David Hume kemst að þessari niðurstöðu og staðfestir hana með fullum rökum. Þrátt fyrir þessa merkilegu uppgötvun Humes héldu margir áfram að fremja þessa villu í heimspekilegum efnum, nema einstaka afburða hugsuðir eins og t. d. Immanuel Kant, sem sannaði, að siðgæðislögmálið (sem hann svo kallaði) er óháð orsakalögmálum efnisheimsins, og byggist hið fyrrnefnda á frelsi viljans, sem gera verður ráð fyrir sem staðreynd, eigi hugtakið siðgæði að hafa nokkra merkingu. Því miður er hér ekki tækifæri til að útlista þetta nánar- — Segja má, að dr. Helgi sé siðferðispostuli engu síður en vísindamaður og heimspekingur. Tilgangur hans með kenningum sínum er ekki bundinn við að opna augu manna fyrir því, sem hann telur vera staðreyndir, og veita mönnum nýjan skilning á eðli heimsins og lífsins, heldur telur hann kenningar sínar og hafa siðfræðilegar afleiðingar, og sé með þeim lagður grundvöllur að því, sem hann kallar vísindalega lífernisfræði. Kveður svo rammt að þessu, að hann telur mannkynið glatað — meira að segja allt líf á þessum hnetti — nema það aðhyllist kenningar hans og fari að ráðum hans. Dr. Helgi gengur út frá því sem staðreynd, að óteljandi jarðstjörnur í geimnum séu byggðar lifandi verum á mismunandi þroskastigi. Þróunin er komin mismunandi langt á hinum ýmsu stjörnum, sumstaðar skemmra en hér á jörðu, annarsstaðar lengra, og sumstaðar álíka langt. Er hér um að ræða mismunandi stig fullkomnunar. Þetta er náttúrlega góð og gild tilgáta, enda sjálfsagt mörgum dottið hún í hug, en enginn séð nokkra möguleika til að sannprófa hana sökum feikna f jarlægðar, sem er stjarna milli. En dr. Helgi, sem er sannfærður um staðreynd lífsins á öðrum hnöttum, er líka sannfærður um, að samband sé milli lífsins í alheimi, ekki aðeins samband milli líftegundanna á hverri stjörnu þannig, að tegundirnar hafa allar þróazt af fyrstlingnum, heldur er um að ræða lífsamband milli hnattanna. Og maðurinn, 76
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.