Birtingur - 01.01.1957, Qupperneq 91

Birtingur - 01.01.1957, Qupperneq 91
sem lengst er kominn á þróunarbrautinni á þessum hnetti og er eina líftegundin hér, sem farin er litið eitt að hugsa og átta sig á sjálfri sér og hinum mikla heimi, er í vitsambandi við mannkyn annarsstaðar í geimnum. Þetta hefur mönnum ekki verið ljóst hingað til. Vitsambandið milli hnattanna hefur ávallt verið misskilið sem samband við yfirnáttúrlegar verur og andaheim. Upp af þessum misskilningi hafa sprottið tníarbrögðin, goðafræði og hverskyns hjátrú. Menn hafa ekki vitað. En nú er tjaldi vanþekkingarinnar loksins svipt frá, nýr skilningur er fenginn. Nú koma vísindin, náttúrufræðin, í stað trúarbragða og trúar á andaheim. Nú er fundinn lykillinn að túlkun menningarinnar, og heimspekin verður ekki lengur tómfræði (kenologi), heldur vísindi. Hin sanna heimspeki er loksins fundin. Heimurinn er ekki lengur leyndardómsfuilur. Heimsgátan, lífsgátan er ráðin. — Þetta er stórkostleg hugmynd, og sett fram af mikilli málsnilld, andagift og spámannlegum sannfæringarkrafti. — En hvernig v e i t dr. Helgi þetta ? Og komum við nú að aldaskiptavaldandi uppgötvun hans: Uppgötvun hans á eðli svefnsins og draumlífsins. Miðilsástand telur hann sama eðlis og venjulegan svefn, og þegar við hlustum á tal miðilsins, höfum við beinan aðgang að draumum hans. En gefum nú dr. Helga orðið um stund. Hann segir: ,,Emanations- eða útstreymiskenningin, er á þá leið, að alt hið orðna sé framkomið fyrir nokkurskonar útstreymi frá æðstu veru; sjeu tilverumyndirnar því ófullkomnari, því lengra sem þaðan er komið. En sú speki er komin upp þar sem sakir heiðríkju eða hálendis eða hvorstveggja, var gott til sambands við æðri verur. Og í sinni bestu mynd mun hún upprunnin vera í Asíuhálendi, þar sem fran hefir kallað verið, ekki alllangt frá Indlandi, einmitt á þeim stöðvum sem óx upp toppur mannkynsins, og beinast greri í hugunum að hinu fegursta og fullkomnasta máli. Megum vjer vel skilja, þegar oss er kunnugt orðið, að hver lifandi vera geislar frá sjer nokkurskonar krafti (bioradiation), og leitast við að framleiða sjálfa sig í öðrum verum (bioinduktion), að í slíkum kenningum fornra spekinga, er stefnt í áttina að mjög merkilegum sannindum. Vjer verðum að hugsa oss óendanlegan verund (jeg hefi þetta orð karlkyns; það hefir ef til vill verið af svipuðnm ástæðmn sem Empedokles segir sfairos en ekki sfaira) og einmitt af því að hann er óendanlegur, bætir hann alltaf við sig. Hinn fullkomni verundur hrindir frá sjer því sem er ófullkomið, því sem snúist getur til ills, verðimegund hins illa. Þannig kemur fram hyle grískrar speki, efni heimsins. En saga heimsins er þannig, að hinn fullkomni verundur leitast við að framleiða sjálfan sig í hinu ófullkomna efni, snúa hinu ófullkomna til fullkomnunar. Saga heimsins er endanlegur þáttur í tilveru, sem er óendanleg. Og vjer getum nú, með því að meta rjettar forna speki og styðjast við hinar nýju athuganir sem gerðar hafa verið, fengið betra yfirlit en áður yfir þessa sögu. Hið ófullkomna getur ekki nálgast hið fullkomna og þess vegna verður á hinn veginn: til þess að gera ,,efnið“ sjer líkt, það sem er svo ófullkomið, að grískir spekingar nefndu það to me on, það, sem ekki er, verður hinn fullkomni verundur að lúta að því, nálgast ófullkomnunina. 77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.