Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Side 199

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Side 199
Ritdómar 197 Svensk-islandsk ordbok. Sœnsk-íslensk orðabók. Ritstjórar: Gösta Holm og Aðalsteinn Davíðsson. Walter Ekstrand Bokförlag, Lund, og Al- menna bókafélagið, Reykjavík, 1982. XCVIII + 850 bls. Þessi sænsk-íslenska orðabók, sú fyrsta sinnar tegundar, hefur verið lengi í undirbúningi, allt frá árinu 1969, enda er hér um mikið verk að ræða, alls 948 bls. Ritstjórar gera grein fyrir því í formála, hvernig staðið var að verkinu og hver hafi verið aðdragandi þess. Þeir geta þess m. a. að Sænska málnefndin lét undirbúa slíka bók á árunum 1962-1965, þar sem Baldur lónsson og Sture Allén unnu að. í sænskri gerð formálans stendur að Bjarnheiður Ingþórsdóttir hafi upphaflega sett saman safn til sænsk-íslenskrar orðabókar (í íslensku gerðinni stendur ísl.-sænskrar (bls. VII), en það er tæpast rétt). Stofnun norrænna mála við Lundarháskóla hefur verið bakhjarl verksins. Það er best að segja það strax, að mikill fengur er að þessari orðabók og á hún eftir að verða mikil andleg samgöngubót milli íslands annars vegar og Svíþjóðar og Finnlands hins vegar. Hér verður ekki farið langt út í að telja kosti bókarinnar sem eru þó margir, en einkum drepið á það sem betur mætti fara í henni. Auk formála er í inngangi bókarinnar kafli um ritstjórnarreglur og leiðbeining- ar um notkun, upplýsingar um beygingu sænskra orða o. fl. sem varðar bókina sjálfa. Þá er þar einnig yfirlit yfir sænska málfræði (bls. XXXIV-XLV) og kaflinn Det islandska böjningssystemet (XLVI-LXXIX). Þessir kaflar eru dálítið sitt með hvoru móti og hefði verið skýrara að samræma þá, þannig að sama efnisröð hefði verið í báðum. T. d. er byrjað á sagnbeygingu í íslensku málfræðinni, en endað á henni í sænsku málfræðinni. Þetta gerir yfirlitin ósamstæðari en nauðsyn er, þó að segja megi að sömu notendur noti ekki báða kafla. í kaflanum um framburð eða hljóðgildi stafa í báðum málunum eru í íslenska kaflanum teknir saman b og d, einnig y og ý (en ekki i og f). Kaflarnir eru heldur ekki eins að uppsetningu sem gerir þá sundurleitari en þurft hefði að vera. ítarlegasti hluti inngangs er íslenska beygingakerfið, sem að sjálfsögðu er ætlað sænskum notendum bókarinnar, og er það flokkað mjög nákvæmlega (97 aðal- flokkar, sums staðar með undirgreinum). Nafnorðum er t. d. skipt í tæplega 60 flokka (10-68), en þó vantar flokk 32 af einhverjum ástæðum. Þessi flokkun er síðan notuð í sjálfu orðasafninu, þar sem fallorð og sagnir í þýðingum eru merkt með viðkomandi númerum. Þetta gerir sænskum notendum auðveldara fyrir um að komast eftir beygingu orðs, en reyndar er spurning hvort hér er ekki fullmikið í lagt. Tölumerkingin hefur kostað geysimikla vinnu, sem spurning er hvort skilar sér í hagkvæmni. Sænskir stúdentar í íslensku fá hér auðvitað handhægt hjálpar- gagn, en mig grunar að allur þorri notenda bókarinnar láti þessar upplýsingar lönd og leið. Tölumerkingin truflar íslenska notendur bókarinnar. Þarna hefur verið reynt að sameina í einni bók kennslubók og orðabók. Þetta er virðingarverð tilraun og ber vitni mikilli elju höfunda, en spurning er hvort hægt er að gera það að reglu um orðabækur milli mála yfirleitt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.