Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Qupperneq 199
Ritdómar
197
Svensk-islandsk ordbok. Sœnsk-íslensk orðabók. Ritstjórar: Gösta Holm
og Aðalsteinn Davíðsson. Walter Ekstrand Bokförlag, Lund, og Al-
menna bókafélagið, Reykjavík, 1982. XCVIII + 850 bls.
Þessi sænsk-íslenska orðabók, sú fyrsta sinnar tegundar, hefur verið lengi í
undirbúningi, allt frá árinu 1969, enda er hér um mikið verk að ræða, alls 948 bls.
Ritstjórar gera grein fyrir því í formála, hvernig staðið var að verkinu og hver
hafi verið aðdragandi þess. Þeir geta þess m. a. að Sænska málnefndin lét undirbúa
slíka bók á árunum 1962-1965, þar sem Baldur lónsson og Sture Allén unnu að.
í sænskri gerð formálans stendur að Bjarnheiður Ingþórsdóttir hafi upphaflega sett
saman safn til sænsk-íslenskrar orðabókar (í íslensku gerðinni stendur ísl.-sænskrar
(bls. VII), en það er tæpast rétt). Stofnun norrænna mála við Lundarháskóla hefur
verið bakhjarl verksins.
Það er best að segja það strax, að mikill fengur er að þessari orðabók og á hún
eftir að verða mikil andleg samgöngubót milli íslands annars vegar og Svíþjóðar
og Finnlands hins vegar.
Hér verður ekki farið langt út í að telja kosti bókarinnar sem eru þó margir,
en einkum drepið á það sem betur mætti fara í henni.
Auk formála er í inngangi bókarinnar kafli um ritstjórnarreglur og leiðbeining-
ar um notkun, upplýsingar um beygingu sænskra orða o. fl. sem varðar bókina
sjálfa. Þá er þar einnig yfirlit yfir sænska málfræði (bls. XXXIV-XLV) og kaflinn
Det islandska böjningssystemet (XLVI-LXXIX). Þessir kaflar eru dálítið sitt með
hvoru móti og hefði verið skýrara að samræma þá, þannig að sama efnisröð hefði
verið í báðum. T. d. er byrjað á sagnbeygingu í íslensku málfræðinni, en endað á
henni í sænsku málfræðinni. Þetta gerir yfirlitin ósamstæðari en nauðsyn er, þó að
segja megi að sömu notendur noti ekki báða kafla.
í kaflanum um framburð eða hljóðgildi stafa í báðum málunum eru í íslenska
kaflanum teknir saman b og d, einnig y og ý (en ekki i og f). Kaflarnir eru heldur
ekki eins að uppsetningu sem gerir þá sundurleitari en þurft hefði að vera.
ítarlegasti hluti inngangs er íslenska beygingakerfið, sem að sjálfsögðu er ætlað
sænskum notendum bókarinnar, og er það flokkað mjög nákvæmlega (97 aðal-
flokkar, sums staðar með undirgreinum). Nafnorðum er t. d. skipt í tæplega 60
flokka (10-68), en þó vantar flokk 32 af einhverjum ástæðum. Þessi flokkun er
síðan notuð í sjálfu orðasafninu, þar sem fallorð og sagnir í þýðingum eru merkt
með viðkomandi númerum. Þetta gerir sænskum notendum auðveldara fyrir um að
komast eftir beygingu orðs, en reyndar er spurning hvort hér er ekki fullmikið í
lagt. Tölumerkingin hefur kostað geysimikla vinnu, sem spurning er hvort skilar
sér í hagkvæmni. Sænskir stúdentar í íslensku fá hér auðvitað handhægt hjálpar-
gagn, en mig grunar að allur þorri notenda bókarinnar láti þessar upplýsingar lönd
og leið. Tölumerkingin truflar íslenska notendur bókarinnar. Þarna hefur verið
reynt að sameina í einni bók kennslubók og orðabók. Þetta er virðingarverð tilraun
og ber vitni mikilli elju höfunda, en spurning er hvort hægt er að gera það að reglu
um orðabækur milli mála yfirleitt.