Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Blaðsíða 22
20
Baldur Sigurðsson og Steingrímur Þórðarson
3. Um Y og I
Nú skulum við athuga hvemig nota má villuflokkun og flokkun nem-
enda eftir getu til að bregða ljósi á eina tegund villna, Y-villur.
Y-villum má skipta í tvo flokka, Y —► I (þ.e. y.ý.ey —>■ i.í.ei) og I —*■ Y
(þ.e. i,í,ei —>■ y,ý,ey). í prófinu em 12 orð sem reglur kveða á um að rita
skuli með y. Tvö þeirra, yrði og yfir, stafsetja hér um bil allir rétt og
verða þau ekki til umræðu hér. Á hinn bóginn eru 38 orð eða orðhlutar
í æfingunni sem reglur kveða á um i en nemendur rita y.
Á mynd 2 em borin saman tíu algengustu tilvikin þar sem nemendur
rita I í stað Y annars vegar og Y í stað I hins vegar. Þegar villur í hvorum
flokki um sig eru lagðar saman kemur í ljós að heildarfjöldi þeirra er
áþekkur: 1388 rita I í stað Y og 1473 Y í stað I. Tvö orð, rýrara og
kjötbirgðir, skera sig úr með mun fleiri villur en önnur og nemendur 1.
hóps gera yfirleitt ekki Y-villu nema í þessum tveim orðum. Það er því
ástæða til að skoða þau nánar.
l.hópur 3. hópur 5-hópur
RÝRARA 9% 35% 70%
KJÖTBIRGÐIR 20% 65% 52%
Tafla 5: Hlutfall nemenda í þrem getuhópum sem gerir Y-villu í orð-
unum rýrara og kjötbirgðir
í töflu 5 má sjá hve stórt hlutfall nemenda í þrem getuhópum gerir
Y-villu í rýrara og kjötbirgðir. Hlutfall Y-villna í orðinu rýrara í ein-
stökum getuhópum er eins og búast má við: Einungis 9% nemenda
1. hóps rita ranglega í fyrir ý, 35% nemenda 3. hóps og 70% í 5. hópi.
Hins vegar er allt annað uppi á teningnum ef litið er á orðið kjötbirgðir.
Um fimmtungur nemenda 1. hóps ritar ranglega y fyrir i, sem er óvenju
hátt hlutfall í þeim hópi. Búast mætti við að 3. hópur gengi næst 1. hópi,
en reyndin er sú að hann stendur sig töluvert lakar en 5. hópur: 64%
3. hóps rita y fyrir i en aðeins 53% 5. hóps.
í orðinu kjötbirgðir er Y-villa algengari en í rýrara, þegar á heildina
er litið (sbr. mynd 2), en meðal nemenda 5. hóps er hún fátíðari. Sé at-