Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Síða 23
Hvernig geta börn lœrt stafsetningu?
21
hugað hve oft nemendur í 5. hópi gera Y-villu í átta erfiðustu orðunum
í hvomm flokki (sjá mynd 2) kemur hið sama í ljós. Rúmlega fimmt-
ungur hópsins, 22% að meðaltali, ritar Y í stað I en tæplega þrefalt fleiri
(59%) rita I í stað Y.
Hve stóran þátt á sjónminni, rithefð, orðaforði, orðskilningur eða
beiting reglu í því að skýra þennan mun? Svo virðist sem þessir nem-
endur forðist eins og heitan eldinn að rita Y. E.t.v. er skýringin sú að
þeir hafa hvorki orðaforða né málskilning til að styðjast við y-reglur,
nema hina einu gullvægu: „Ef þú ert í vafa skaltu rita einfalt ‘i’“.
4. Lokaorð
Úrlausn eins nemanda í stafsetningu er í raun ekki mælikvarði á ann-
að en hvemig honum hefur tekist að stafsetja þau orð sem í verkefn-
inu em. En þegar betur er að gáð getur slík úrlausn gefið vísbendingar
um orðaforða hans, fæmi í að greina skyldleika orða og beita reglum
jafnframt því sem í ljós kemur hvort hann greinir málhljóð tungunnar
eðlilega.
Þegar spurt er hvaða atriði í stafsetningu séu nú erfiðust fyrir bless-
uð bömin er gjaman stungið upp á yfsiloni eða ennum. Við teljum
trausta hljóðgreiningu og sjónminni eða rithefð grundvöll réttritunar
hjá flestum en nemendum nýtast reglur, meðvitað eða ómeðvitað, til að
setja stafina rétt. Okkar svar við spumingunni er því að erfiðustu atriðin
séu hvorki Y né N heldur hrein minnisatriði. Sé orðið ókunnugt, séu
til samhljóma orðmyndir, sé langsótt að skýra rithátt, þá er orðið erfitt.
HEIMILDIR
Ámi Þórðarson og Gunnar Guðmundsson. [1977]. Kennslubók í stafsetningu. 8. útg.
endursk. og samræmd. Ríkisútgáfa námsbóka, Reykjavík.
Baron, Jonathan, Rebecca Treiman, Jennifer E Wilf & Philip Kellman. 1980. Spelling
and Reading by Rules. Frith, Uta (ritstj.), s. 159-194.
Bjöm Guðfinnsson. [Án árs]. íslensk málfrœði handa grunnskólum og framhaldsskól-
um. 5. útgáfa. Eiríkur Hreinn Finnbogason annaðist útgáfuna. Ríkisútgáfa náms-
bóka, Reykjavík.