Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Page 26
24
Birna Arnbjörnsdóttir
orðum hafi verið persónubundin, margir hafi aldrei blandað enskum
orðum innan um íslensk (1903:354). Þá getur hann þess að þeir sem
betur voru menntaðir hafi tekið orð og borið fram á enska vísu en aðrir
hafi íslenskað tökuorðin þannig að vart mátti heyra um hvaða enska orð
var að ræða (1903:355). Þetta er fyrsta vísbendingin um að félagslegur
munur hafi verið á málnotkun manna í íslensku byggðunum í Vestur-
heimi.
Haraldur Bessason gerði orðaforða vesturíslensku ágæt skil í Scandi-
navian Studies árið 1967, þar sem hann benti á að einhver munur hafi
verið á fjölda tökuorða í máli manna í íslensku byggðunum en ræðir
ekki af hvaða orsökum það muni vera. Greinilegt er að frá því Vil-
hjálmur skrifar grein sína 1903 og þar til Haraldur gerir sínar rannsóknir
1967 hefur komist á ákveðin hefð um það hvemig fara skuli með töku-
orð í vesturíslensku. Sem dæmi má nefna greinilegar reglur um það
hvaða kyn ensk tökuorð fá í íslensku. Haraldur ræddi einnig almenn
einkenni vesturíslensku í fyrirlestri við Háskóla Islands og greinum í
Morgunblaðinu árið 1984. Þá hefur Gísli Sigurðsson skoðað almennan
orðaforða í vesturíslensku og naut ég góðs af umfjölluninni í óútgefinni
samantekt hans frá 1982 við þær kannanir sem hér er lýst.
Þeir Haraldur og Gísli fjalla lítillega um málfræðilegar breytingar
í vesturíslensku, m.a. að beygingakerfi nafnorða sé í hættu, viðteng-
ingarháttur sé á undanhaldi og að beyging sumra sagna einfaldist, t.d.
hljóp verður hlaupaði og sagði verður segjaði. Af hljóðkerfislegum
breytingum er afkringing [ö] sem verður að [e] áberandi; þgf.ft. öxum
verður exum\ nf.ft. kökur verður kekur. Mest áberandi er þó flámæli
eða sammni [i] og [e]: fyrir verður [fj:rir] og nálgast þannig ferir\fela
verður [fe:la] og hljómar líkt og fila. Svipaða sögu er að segja um [y]
og [ö]: dula verður [dy:la], hljómar líkt og döla\fölur verður [fö:lYr],
hljómar líkt og fulur.
Einhver mállýskujöfnun hefur átt sér stað í vesturíslensku, þ.e. land-
fræðileg mállýskueinkenni frá íslandi hafa að einhverju leyti varðveist,
blandast og breiðst út. Clausing (1984) telur harðmæli heldur útbreidd-
ara en linmæli og flámæli algengara en réttmæli. Þó getur hann þess
að samkvæmt könnun hans hafi sumir linmæltra stundum verið harð-