Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Page 35
Flámœli í vesturíslensku
33
samrunakenningunni verða eftir þrjú frammælt og þrjú uppmælt sér-
hljóð í stað fimm frammæltra og þriggja uppmæltra. Eftir verður sér-
hljóðakerfi með sex hljóðum í stað átta. Einfaldara og jafnara hljóðkerfi
einfaldar máltöku og málnotkun. Bjöm Guðfinnsson (1981:38) segir að
böm séu fljótari að temja sér flámæli en réttmæli, sem er í samræmi við
kenningar reglumálfræðinnar um að böm mynda einföldustu málfræð-
ina miðað við þær upplýsingar sem þau vinna úr málinu í kringum sig.
Þessi atriði hafa áhrif á framgang flámælis þó svo að flámæli sé til-
hneiging til samruna hljóða fremur en alger samruni. Ég tel að aðra
áhrifavalda megi finna ef við skoðum vesturíslensku í félagslegu sam-
hengi.
Samruni sérhljóða, afkringing frammæltra, kringdra hljóða, undan-
hald viðtengingarháttar og beygingakerfis eru þekkt einkenni þeirra
tungumála sem ekki hafa lengur aðhald sem fullgild þjóðmál (Hill
1978; Dorian 1981; Lambert & Freed 1982); þegar notkunarsvið máls
þrengist og annað tungumál tekur við sem tungumál verslunar og við-
skipta, skóla og menningarlífs. íslenska í Norður-Ameríku hefur á síð-
ustu árum eingöngu verið notuð sem heimilismál við óformlegustu að-
stæður. Vestur-íslendingar tóku að líta á sig sem Kanadamenn og
Bandaríkjamenn og tryggðin við móðurmálið fluttist smám saman yfir
á ensku. Þörfin fyrir að tala „góða“ íslensku minnkaði, því út á við var
alltaf töluð enska. Óformleg könnun höfundar á afstöðu til íslensku í
Mountain í Norður-Dakóta leiddi í ljós að meirihluti þeirra sem svör-
uðu (um 30 spurðra) sem þó höfðu jákvæða afstöðu til alls þess sem
íslenskt er, töldu það ákaflega óraunhæft að reyna að halda við íslensku
í Norður-Ameríku. Fæstir Vestur-íslendingar geta skrifað fslensku og
aðeins örfáir af málhöfum í síðari könnununum treystu sér til að lesa
hana, jafnvel þó þeir hefðu lært að lesa á íslensku áður en þeir fóru
í skóla. íslenska vikublaðið Lögberg-Heimskringla er nú algerlega á
ensku. Sr. Bragi Skúlason sem var sóknarprestur í Mountain í Norður-
Dakóta þegar þessar rannsóknir voru gerðar flutti allar messur á ensku
en framan af var messugjörð á íslensku í byggðunum í Norður-Dakóta.
Flámæli er tilhneiging, einföldun sem ýtt er undir og hraðað vegna
félagslegra aðstæðna vesturíslensku sem deyjandi innflytjendamáls í