Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Page 43
KRISTJÁN ÁRNASON
Um hendingar í dróttkvæðum hætti
1. Inngangur
Það er alkunna, að hendingar eru eitt af megineinkennum dróttkvæðs
háttar. Þar skiptast á skothendingar í ójöfnum vísuorðum og aðalhend-
ingar í jöfnum:
(1) Undva.sk pglis \anda
eik hví vér ‘rom bleikiv (Þormóðr Kolbrúnarskáld, Lausavísa
25, 1-2)
Talið er að reglur um notkun hendinganna í dróttkvæðakveðskap hafi
mótast smám saman, og er þá vitnað til þess að hendinganotkun sé ekki
fullkomlega regluleg hjá þeim skáldum sem talin eru elst og frumherjar
í dróttkvæðalistinni. í þeim kveðskap sem eignaður er Braga hinum
gamla, á 9. öld, eru hendingar t.a.m. ekki fullkomlega reglulegar (sbr.
t.a.m. Kuhn 1981,1983). Hjá síðari skáldum verður þetta sífellt reglu-
legra, og þegar hrynhendur háttur tók að tíðkast hér, eigi síðar en um
miðja 11. öld (sbr. t.a.m. Jakob Benediktsson 1981, Fidjestpl 1987),
voru hendingar fengnar að láni þangað frá dróttkvæðum hætti.
Hér verður rætt um einkenni hendinganna frá almennu bragfræðilegu
sjónarmiði og vöngum velt yfir uppruna þeirra. Bent er á, að þótt hend-
ingamar megi teljast allróttæk nýjung miðað við rím Eddukvæðanna,
sem einungis var fólgið í stuðlasetningu, þá minni vissir þættir þeirra
mjög á sumar reglur um stuðlasetningu, sem á heima í germönskum
kveðskap frá upphafi. Sérkenni hendinganna eru það mikil t.a.m. mið-
að við írskt rím, sem oft er nefnt sem hugsanleg fyrirmynd að hending-
unum, að vel má gera ráð fyrir að reglumar séu að miklu leyti heima-
smíðaðar, enda þótt ekki sé útilokað að hugmyndin hafi orðið til fyrir
kynni af írskum kveðskap.