Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Síða 51
Um hendingar í dróttkvœðum hœtti
49
stutt, að hafa fleiri en eitt samhljóð á eftir sér: satt. Spumingum um at-
kvæðaþunga tengjast vangaveltur um atkvæðaskiptingu, því jafnan er
talið að þegar einn samhljóði fer á eftir stuttu sérhljóði verði atkvæðið
stutt eða létt við það að samhljóðið myndar upphaf atkvæðisins á eftir:
ta.la (punkturinn í miðju orðinu táknar atkvæðaskilin). Við það að /-ið
á eftir hallar sér að eftirfarandi atkvæði (myndar stuðul þess), verður
fyrra atkvæðið opið, vegna þess að það endar á sérhljóði, og létt, vegna
þess að þetta sérhljóð er stutt. Hins vegar, ef sérhljóðið er langt eins og
í lá.ta eða samhljóðinu fylgja fleiri en eitt samhljóð eins og í var.pa, þá
er litið svo á sem lengd sérhljóðsins eða samhljóðið sem eftir stendur
í fyrra atkvæðinu geri það að verkum að fyrra atkvæðið er veigameira
og kallað þungt.
Það gæti þá verið fróðlegt að velta því ögn fyrir sér hvaða hlut-
verki atkvæðaþungi og atkvæðskipting hefur að gegna í hendingum.
Við höfum þegar séð að ekki er þörf á því að allur samhljóðshluti ríms-
ins taki þátt í hendingunum, og væri þá e.t.v. ekki fjarri lagi að láta sér
detta í hug að þau samhljóð sem ekki taka þátt í hendingunum tilheyri
atkvæðinu á eftir. Séu samhljóðin fleiri en eitt er að jafnaði við því að
búast að a.m.k. síðasta (eða seinna) samhljóðið tilheyri atkvæðinu á
eftir, rétt eins og almenna reglan er að þegar ekki koma til neinar sér-
stakar aðstæður, þá tilheyri samhljóð milli tveggja sérhljóða atkvæðinu
á eftir.
Þetta virðist gefa nokkuð góða raun þegar litið er á dæmi eins og
þetta:
(8) Hergauts vinu barðir (Bragi, Ragnarsdrápa 5,8)
Þama virðist nokkuð eðlilegt að gera ráð fyrir að g-ið og ð-ið tilheyri
atkvæðunum á eftir. Þá væri hugsanlegt að segja sem svo að samhljóð
sem taka þátt í hendingum tilheyri sama atkvæði og sérhljóðið á undan.
En þetta dugir ekki þegar einungis eitt samhljóð kemur á eftir sér-
hljóðinu. Það samhljóð sem kemur beint á eftir sérhljóði tekur að öllum
jafnaði þátt í ríminu, sbr. eik : bleikir (sbr. þó þau tilvik sem áðan voru
nefnd, þar sem sérhljóðin ein ríma). En samkvæmt því sem sagði hér
að ofan ætti þetta eina samhljóð (ekki síst ef fyrra hljóðið er langt) að