Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Síða 53
Um hendingar í dróttkvœðum hœtti
51
Hegðun skila í sambandi við hendingamar staðfestir þetta enn. Svo
virðist sem hvers konar myndanfræðileg skil geti slitið á milli sérhljóðs
og eftirfarandi samhljóðs í samhljóðalausum hendingum, jafnvel beyg-
ingarskil í nafnorðabeygingu og orðmyndun:
(11) hiprva gnyí ok ský/'um (Hallfreðr, Ólafsdrápa 1,6)
sverða gnýí at frý/'a (Sighvatr, Nesjavísur 5,2)
UÖfœð ok skip smÆ/á (Sighvatr, Lausavísa 19,4)
Það verður að teljast fremur ólíklegt að nokkur hljóðfræðilegur
munur hafi getað verið í tengslum sérhljóðs og eftiifarandi samhljóðs
t.a.m. í orðum eins og liðfœ+ð annars vegar og orðum eins og œð hins
vegar. Og ekki má gleyma því að samhljóð sem komu á eftir myndan-
skilum gátu tekið þátt í hendingunum, eins og hjá Snorra:
(12) hrœ+í þjóðár rœsa (Snorri Sturluson, Háttatal 7,4)
Það má líta á það sem enn frekari staðfestingu þess að atkvæðastaða
og atkvæðaþungi komi hendingunum lítið við, að fyrir kemur að rími
saman annars vegar hljóð sem standa fremst í orði og hins vegar hljóð
sem standa í lok orða, eins og í:
(13) afþvVt ítar hp/ðu (Þjóðólfr Amórsson, Magnúsflokkr 4,4)
Hér virðast / í niðurlagi orðs og þ í upphafi orðs ríma við inn-
stöðuklasann: vð. (Raunar er hugsanlegt að það séu einungis vara-
hljóðin sem ríma í þessu tilviki.)
Ef það er rétt að hendingar dróttkvæða séu óháðar atkvæðastöðu, þá
greinir það þær frá írsku samhljóðarími, sem þó svipar að sumu leyti til
hendinganna. Eins og vikið verður að fljótlega, þá þurfa samhljóð sem
ríma saman samkvæmt írskum reglum samhljóðaríms að hafa jafnlöng
sérhljóð á undan sér, og að því er virðist hafa hliðstæða stöðu í atkvæði.
Hegðun hálfsérhljóðanna v og j vekur athyglisverðar spumingar.
Þessi hljóð hafa takmarkaða dreifingu, sem m.a. kemur fram í því að
þau geta ekki staðið á eftir stuttum sérhljóðum. Þau geta heldur ekki
staðið fyrir framan önnur samhljóð. Þetta jafngildir þvf í raun að þau
verða að standa í upphafi atkvæða næst á undan sérhljóði. Með öðram