Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Síða 57
Um hendingar í dróttkvœðum hætti
55
hljóði verið skotið inn milli sérhljóðanna, eins og í því sem á þýsku
er kallað „Verschárfung“: frg. twai(i)o —* tveggja (svipað hefur gerst í
færeysku seinna meir: tíu -+ [t'Vdgu]), og hins vegar hefur fyrra sér-
hljóðið misst atvæðisbæri sitt og orðið samdráttur: það sem áður var
tvíkvætt séa varð einkvætt sjá.
Svipað er að segja um klassísk mál og bragfræði þeirra. Þar gildir
hið fræga lögmál: „vocalis ante vocalem corripitur“, þ.e. sérhljóð stytt-
ist fyrir framan annað sérhljóð (sbr. t.a.m. Allen 1973:142-3). Allen
stingur upp á því að það sem gerist ef sérhljóðið er nálægt, þ.e.
[i] eða [u], sé að sérhljóðið „provides the articulatory posture for a
semivocalic, oral reinforcement of the next syllable“. Þannig telur hann
að f vedísku verði patni+accha —► patni accha — patniyaccha. (Þetta
minnir óneitanlega á tvíhljóðunina sem á sér stað á undan /j/ í orðum
eins og bogi [bo'ji]. í rauninni er ekki fjarri lagi að telja að hér sé eins
konar vísir að ,,Verschárfung“.)
Önnur leið er hugsanleg í hljóðgapssamböndum, segir Allen, en
það er að seinni hljóðdvalareining nálæga sérhljóðsins verði að upp-
hafsstuðli atkvæðisins á eftir: „a transfer of the second mora of the
close long vowel to an oral releasing function in the next syllable“.
Það bragfræðilega fyrirbrigði, sem nefnt hefur verið „correptio epica“
telur Allen (1973:224) að rekja megi til þessa.
Það virðist mega túlka það sem gerist í hljóðgapsorðunum í íslensku
á svipaðan hátt. Hægt er að hugsa sér, að þegar um er að ræða nálæg
hljóð eins og í og ú, þá megi gera ráð fyrir eftirfarandi þróun: bú.a —+
bu.ua —+ bu.wa\ kría —+ kri.ia —+ kri.ja. Myndimar bu.wa og kri.ja, hafa
því stutt sérhljóð í fyrra atkvæði sínu, og þetta atkvæði verður létt og
getur ekki borið ris.
Það er þó ekki alveg ljóst hvemig túlka ætti þetta hljóðfræðilega í
orðum eins og gróa og ái: Hvers eðlis gæti verið það atkvæðisupphaf
sem „stolið“ væri frá ó eða á? Þar sem þessi hljóð þróuðust til þess að
verða n-tvíhljóð í nútímamáli, er e.t.v. einfaldast að gera ráð fyrir að
þau hafi haft nógu mikla kringingu og hæð til þess að úr því mætti gera
eðlilegt atkvæðisupphaf, þ.e. að þau hafi hljómað eitthvað í áttina við:
[gro.wa], [a.wi], og það er í rauninni ekki nauðsynlegt að gera ráð fyrir