Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Page 58
56 Kristján Árnason
því að þessi hálfsérhljóð hafi verið nákvæmlega sama eðlis og þau sem
komu fram á eftir ú.
Þrátt fyrir það að þetta sé eitthvað óljóst mun ég gera ráð fyrir að
bæði nálæg og fjarlæg hljóð hafi, ef svo má segja, misst seinni hluta
sinn yfir til atkvæðisins á eftir.
Það virðist því svo sem engar hljóðgapsmyndir hafi lifað af óbreyttar
í fomíslensku, þvf annaðhvort átti sér stað samdráttur eins og í sjá eða
seinni partur sérhljóðsins fluttist yfir á atkvæðið á eftir eins og í búa,
gróa.
Þegar samræmi er milli kringingar og frammælingai' áherslusér-
hljóðsins og sérhljóðsins á eftir, verður samdráttur, eða brottfall seinna
sérhljóðsins, þannig að eftir stendur einkvæð mynd með einlitu sér-
hljóði: áar —* ár, kúum —► kúm, tréi —*■ tré, áum —óum —► óm.
Eftir þennan útúrdúr um hljóðgapsorð getum við aftur snúið okkur í
átt að aðalefninu. Við höfum séð að hálfsérhljóðin, v og j, gátu myndað
sjálfstæð upphöf eftirfarandi atkvæðis, þannig að orð eins og hlœja og
hávan höfðu atkvæðagerðina hlœ.ja og há.van og gátu borið ris. Ef við
segjum að atkvæði sem enda á löngum sérhljóðum séu þung og að sér-
stakar aðstæður valdi því að löng sérhljóð missi lengd sína í hljóðgapi,
er hægt að breyta skilgreiningu Pippings á atkvæðaþunga þannig að
einni hljóðdvalareiningu minna þurfi til þess að mynda þungt atkvæði,
sem borið getur ris.
Skilgreiningin gæti orðið svona:
(17) Utt Þungt
X XX
ta.ka lá.ta
X XX
bu.wa hal.da
X XX
á.i ([a.wi]) XX hlæ.ja ver.pa