Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Page 59
Um hendingar í dróttkvœðum hœtti
57
x-in tákna hér dvalareiningar (eða þyngdareiningar, sbr. t.a.m. Hy-
man 1985), og til þess að fylla ris í dróttkvæðum hætti þarf tvær slíkar
einingar. Það er sem sé ekki ástæða til þess að ætla að samhljóð sem
komu á eftir löngum sérhljóðum hafi skipt neinu máli við skilgreiningu
á atkvæðaþunga.
En þetta kemur einmitt heim við það sem við höfum áður séð, að
samhljóð sem koma á eftir löngum sérhljóðum taka jafnvirkan þátt í
hendingunum hvort sem á undan fer langt eða stutt sérhljóð. Hend-
ingamar eru því ekki háðar atkvæðaþunga eða atkvæðastöðu. Það sem
hendingamar vísa til eru einfaldlega samhljóðin sem fylgja sérhljóðinu.
3.3 Jafngildisflokkar í hendingum
3.3.1 Sérhljóð
Við höfum séð allmörg dæmi þess, að vörpunin milli málkerfis og
bragkerfis getur verið býsna flókin. Jafngildisflokkar og einingar í brag-
kerfi samsvara ekki alltaf einföldustu skilgreiningum á málkerfisein-
ingum. Minnst hefur verið á stuðlun orða sem byrja á h í skrift, stuðlun
orða sem byrja á sérhljóði o.s.frv. Hlutir af þessu tæi eru líka til í hend-
ingum dróttkvæðanna. Eitt dæmi um þetta er samrím a og p í aðalhend-
ingum.
Hreinn Benediktsson (1963) telur að jafngildi a og q í aðalhend-
ingum í eldri kveðskap stafi af því að munurinn á þeim hafi verið
upphafinn á undan eftirfarandi -u, í orðum eins í Igndum. Þetta telur
Hreinn að sé ástæðan fyrir því að eftirfarandi eru löglegar aðalhend-
ingar í dróttkvæðum hætti:
(18) bQtid ollu því ra/júfa (Þjóðólfr úr Hvini, Haustlpng 17,2)
dXvalldv sá’s gaf skp/Wum (Glúmr Geirason, Gráfeldardrápa
3,2)
goðva/'ðr und sik jprðu (Þorbjpm homklofi, Glymdrápa 6,4)
Stephen Anderson (1969) telur að þetta samrím stafi af því að í
mörgum tilvikum megi rekja a og q til sameiginlegs baklægs forms,