Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Page 60
58
Kristján Árnason
að t.a.m. q í bgnd sé baklægt a, og þess vegna rími þetta saman. En
þetta er ekki vandræðalaust, því sum þau q sem ríma við a á þennan
hátt eru í orðmyndum sem engin ástæða er til að ætla annað en hafi q
einnig í baklægu formi, þar sem þetta q er í öllum beygingarmyndum
orðsins. Dæmi um þetta eru eftirfarandi:
(19) sQng of mínum vanga (Kormákr Qgmundarson, Lausavísa
63,6)
verk Rpg/zis mér hagna (Einarr skálaglamm, Vellekla 5,2)2
Qndótts vinar handa (Úlfr Uggason, Húsdrápa 4,2)
SQrla þrænzkum jaiii (Tindr Hallkelsson, Drápa um Hákon
jarl 2,8)
En við höfum nú séð nóg til þess að átta okkur á því að þriðji kostur-
inn er til, sá að líta áþað einfaldlega sem sögulegt slys, að þessi sérhljóð
skuli mynda jafgildisflokk og ríma saman. Það má t.a.m. hugsa sér að
rímið hafi komist á svo snemma að hinn fónemíski munur sem seinna
varð á a og q hafi ekki verið orðinn til þegar aðalhendingar voru skil-
greindar. Yngri skáld hafi svo einfaldlega vitað að venja var að láta
þessi hljóð ríma saman. Sumum kann að finnast þetta heldur ófýsi-
legur kostur, t.a.m. þar sem jj-hljóðvarpið er gjama talið forsögulegt
fyrirbrigði, en dróttkvæðin ekki talin svo ýkja gömul. En vegna þess
hversu strangar reglur giltu um hryjandi í dróttkvæðum hætti er óhugs-
andi að ætla að neitt að ráði af þeim kveðskap sem varðveist hefur hafi
orðið til fyrir stóra-brottfall, og raunar verður nánast að gera ráð fyrir
því að bragarhátturinn hafi ekki orðið til fyrr en eftir hljóðvarps- og
brottfallatímann.
Það er hins vegar engan veginn fráleitt að ætla, að hefðin fyrir drótt-
kvæðarími hafi verið skilgreind í mállýsku sem ekki hafði undirgengist
w-hljóðvarp á jafn reglulegan hátt og hin klassíska fomíslenska eins og
2 Hér hafa að vísu allir textar stafsetningu sem bendir til kringds hljóðs í seinni hend-
ingunni, þ.e. þar sé um að ræða orðmyndina hpgna, en slíkur lesháttur gerir skilning
erfiðari.