Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Page 62
60
Kristján Arnason
Eins og við er að búast koma fyrir hendingar eins og:
(20) xausn dugir hans at hrósa. (Einarr Skúlason, Geisli 15,7)
róggewla vann rœíir (Bjöm krepphendi, Magnúsdrápa 5,7)
\ausn Valldamar hausi (Sighvatr, Erfidrápa Ólafs helga 23,8)
en hendingar eins og s : sk, s : sp eða s : st virðasi mjög sjaldgæfar. En
þó kemur þetta fyrir:
(21) Nú íkulum gQfgan geisla (Einarr Skúlason, Geisli 7,1)
Þetta eru all-óvenjulegar hendingar, þar sem svo virðist sem s í upp-
hafi orðs (skulum) rími við s á eftir sérhljóði (geisla).
Hér gefst ekki rúm til að kanna þetta til fullnustu, en þess má þó geta,
að það er kannski ekki sérstaklega við því að búast, að þau lögmál sem
gilda í upphafi atkvæðis og valda því að st, sk og sp stuðla ekki saman
gildi í niðurlagi atkvæðisins, þar sem hendingamar eru skilgreindai-.
Við höfum séð, að sá möguleiki er alltaf fyrir hendi að láta síðara sam-
hljóð í klasa tvíkvæðs orðs tilheyra atkvæðinu á eftir. Og raunar er það
svo, að í öllum þeim dæmum sem ég hef rekist á, þar sem einungis hluti
samhljóðaklasans tekur þátt í ríminu, er auðvelt í a.m.k. annarri hend-
ingunni að varpa þeim samhljóðum sem ekki taka þátt í ríminu yfir á
atkvæðið á eftir. Þetta ætti þá að vera hægt með lokhljóð sem kemur
á eftir s milli atkvæða, en slíku er ekki til að dreifa í framstöðu. Lok-
hljóð í klösum eins og st í standa kemst ekki hjá því að tilheyra sama
atkvæðinu og í-ið á undan.
Það er sem sé við því búast, að þær ólíku aðstæður sem ríktu í upp-
hafi atkvæðis og í lok þess, eða í stöðu á milli atkvæða hafi haft einhver
áhrif í þá átt að ekki giltu um allt sömu lögmál í hendingum og stuðla-
setningu.
Líkt og klasar með s + lokhljóði höfðu sérstöðu í stuðlasetningunni
virðist eins og klasar nefhljóða og lokhljóða, svo sem ng, nk, nd, nt, md,
og mt hafi haft sérstöðu í hendingunum. Slíkur klasi virðist einungis
hafa getað rímað á móti öðrum eins klasa. Almennt virðist n geta rímað
eitt sér: