Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Page 64
62
Kristján Árnason
þessu er að sjálfsögðu sú að (allt að því) fónemískur munur hafi verið
á tannmæltu l-i, sem kom fram á undan tannhljóði og þegar / var langt,
og gómfillulituðu l-i (eða rismæltu) sem kom fram í öðru umhverfi.
4. „Tómt rím“
Sú lauslega úttekt sem hér hefur verið gerð á einkennum hending-
anna í dróttkvæðum hætti bendir til þess að þar gildi að einhverju leyti
svipuð lögmál og um stuðlasetningu. Hendingarnar byggja upphaflega
á því að fremsta samhljóð á eftir sérhljóði rími við annað í svipaðri
stöðu, en stuðlasetningin á því að samhljóðið á undan rími við annað
slíkt. Sérhljóð án eftirfarandi samhljóðs rímar við annað slíkt, og hið
sama gildir um stuðlasetningu, að breyttu breytanda.
Ekki er alveg ljóst hvemig best er að útskýra eða skilgreina þetta
„tóma rím“, hvort heldur í stuðlasetningu eða hendingum, en þar sem
þetta er þekktara í stuðlasetningu en í hendingum, hefur því verið meiri
gaumur gefinn þar.
Eins og fram hefur komið er ein hugsanleg greining á stuðlun sér-
hljóða að segja einfaldlega að öll sérhljóð myndi einn jafngildisflokk,
eins og liggur í því orðalagi að „öll sérhljóð stuðli saman“. E.t.v. er þetta
einfaldasta leiðin, en hins vegar er harla lítil skýring fólgin í henni út
af fyrir sig. Hvers vegna skyldu öll sérhljóð mynda jafngildisflokk? Er
ekki eðlilegt að búast við því að einhverjar sérstakar aðstæður ráði því?
Menn hafa raunar látið sér detta ýmislegt í hug til skýringar á þessu
(sbr. t.a.m. von See 1967:14 og tilvitnanirþar). Ein hugmyndin er sú að
upphaflega, á frumnorrænum eða frumgermönskum tíma, hafi einungis
stuðlað saman sérhljóð með sama hljóðgildi, en síðan hafi það gerst við
hljóðvörp og klofningu, að hljóðgildum hafi fjölgað svo mjög, að menn
hafi hætt við að reyna að viðhalda þessari gömlu reglu og einfaldlega
leyft öllum sérhljóðum að stuðla saman. Hljóðvörpin og klofningin
hafi leitt til þess að í hefðbundnum kveðskap, sem saminn hafi ver-
ið fyrir hljóðvarpatímann, hafi komið fram stuðlun þar sem hljóðverpt
og óhljóðverpt hljóð stuðluðu (svipað og var um a og q í hendingum).
Þetta hafi svo opnað leiðina til þess að gera öll sérhljóð að einum jafn-
gildisflokki í stuðlasetningu.