Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Side 65
Um hendingar í dróttkvœðum hætti
63
Önnur skýring sem menn hafa látið sér detta í hug á sérhljóðastuðl-
uninni er að á undan öllum atkvæðum (a.m.k. áhersluatkvæðum) sem
byrjuðu á sérhljóði hafi í rauninni staðið raddbandalokhljóðið [2], líkt
og kemur fyrir í nútímaíslensku og í þýsku á undan áhersluatkvæðum
sem byrja á sérhljóði (sbr. hugmyndir Pippings hér að framan, bls. 53
og t.a.m. Heusler 1925/56:95, Giegerich 1984). Hér mætti hugsa sér
að í „baklægri gerð“ hafi orðin byrjað á sérhljóði, en þegar þau bæru
áherslu, sem þau hljóta að hafa gert þegar þau stuðluðu, sé raddbanda-
lokhljóði skotið inn líkt og algengt er í nútíma tali. Þannig væri í raun-
inni um að ræða samhljóðastuðlun, en samhljóðið sem stuðlar í þessum
orðum væri þá einungis yfirborðsfyrirbrigði, tengt áhersluatkvæðum
sem byrja á sérhljóði.
Þriðja skýringin á sérhljóðastuðlun er sú að tómir stuðlar, eða tóm
upphöf atkvæða (onsets) myndi jafngildisflokk (sbr. Giegerich 1984).
Ef gert er ráð fyrir að sú skipting atkvæðisins í stofnhluta sem sýnd
er á hríslumyndinni (2) sé grundvallarskipting, þannig að öll atkvæði
hafi slíka stofnhluta, en að sumir stofnhlutar geti verið tómir, eins og í
setningafræði, verður væntanlega að gera ráð fyrir að þau atkvæði sem
ekki hafa neitt upphafssamhljóð hafi tóma stuðla. Ef slíkt er tilfellið má
hugsa sér að það séu þessir tómu stuðlar sem kallast á.
Ef við snúum okkur nú að hendingunum, þá verður ekki séð að nein
þessara skýringa dugi á tóma rímið þar.
Frá hreinu samtímalegu sjónarmiði getur það skipt nokkru máli
hvemig við hugsum okkur að bragreglumar séu skilgreindar almennt.
Ef við hugsum okkur að þær séu settar fram sem lýsing á skilyrðum
sem texti þarf að uppfylla til þess að teljast rétt kveðinn, myndi e.t.v.
mega orða þetta eitthvað á þessa leið:
(23) Ef samhljóð fer á eftir (undan) rímsérhljóðinu, verður það að
tilheyra sama jafngildisflokki og annað samhljóð í svipaðri
stöðu.
Þessi skilgreining fer langt með að nægja til þess að gera grein fyrir
bæði hendingum og stuðlasetningu. Það virðist sem sé ekki svo erfitt