Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Blaðsíða 68
66
Kristján Árnason
samhljóðarím er rím samhljóða. Samhljóðarím gæti átt sér stað nán-
ast hvar sem er í línu. Hendingar dróttkvæðanna hafa hins vegar ein-
kenni hvors tveggja. Þær eru eins konar samhljóðarím (með þátttöku
sérhljóðsins), og þær eru innrím, af því að þær eiga sér stað inni í línu.
írska samhljóðarímið er skilgreint á grundvelli jafngildisflokka, sem
giltu almennt í írskum kveðskap, þar sem t.a.m. öll rödduð lokhljóð
mynduðu jaíhgildisflokk og rímuðu sama, og á sama hátt öll órödduð
lokhljóð og öll órödduð önghljóð. Annar jafngildisflokkur sem rímar
saman innbyrðis er rödduð önghljóð og raddaðir hljómendur. Irska
samhljóðarímið byggir sem sé á allt öðmm reglum um jafngildisflokka
en það íslenska. Sérhljóð tóku einnig óbeinan þátt í samhljóðaríminu,
því þótt þau væru ólík, þurftu þau að hafa sömu lengd, þ.e.a.s.fál rím-
aði við cél og mass við doss (Murphy 1961:34). En eins og við höfum
séð er þetta ólíkt þvf sem gilti í hendingum dróttkvæða, því þar var
sérhljóðalengdin ekki bundin í skothendingunum. Annað sem skilur á
milli dróttkvæðahendinganna og írska samhljóðarímsins er það að fleiri
en eitt atkvæði tók þátt í írska ríminu og þá þannig að áherslulausa at-
kvæðið varð að hafa sama sérhljóð. Þannig rímar ruiri við airi, gaile
við buide, glainiu við tuiliu o.s.frv. (Muiphy 1961 s.st.). írska sam-
hljóðarímið er þess vegna í veigamiklum atriðum öðru vísi en hend-
ingar dróttkvæða.
írskt innrím er aftur á móti einfaldlega skilgreint sem rím inni í línu
frekar en í lok hennar. Hvort heldur sem var fullt rím eða samhljóðarím
gat komið fyrir í miðri línu eða í línulokum, og í raun segir Murphy
(1961:34), að samhljóðarímið standi aldrei eitt sér, heldur komi ein-
ungis fram í tengslum við fullt rím.
Það er þannig ekkert í írsku rími sem samsvarar algjörlega hend-
ingum dróttkvæðanna í því að vera bæði innrím og samhljóðarím og
bundið við það, og líkindin milli hendinganna og írska rímsins eru því
ekki eins mikil og virst gæti í fyrstu, og það er full ástæða til að gæla
við þá hugmynd að hendingamar séu heimasmíðaðar.