Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Blaðsíða 79
Um leyfilegar raðir ífornu máli og nýju
77
Hér verður ekki frekari getum að því leitt en áður hvers vegna til
þessara brottfalla kom heldur reynt að gera grein fyrir þeim afleiðingum
sem þau höfðu.
2. Um ástandið á seinni hiuta 16. aldar, á ritunartíma Guðbrands-
biblíu
Af því sem hér hefur komið fram má ráða að afleiðingar þeirra brott-
falla sem hér um ræðir á beygingarkerfið voru töluverðar. Jafnframt er
Ijóst að kerfi sem það hlaut að vera í hættu vegna fjölgunar afbrigða
innan sama beygingardæmis enda eru dæmi um breytingar frá þessum
fomu reglum mjög gömul eða allt frá 15. öld (sbr. Bjöm K. Þórólfsson
1925:xxi-xxii).
I Guðbrandsbiblíu (1584) eru fomar reglur í gildi að hluta til; aðrar
hafa gengið til baka, sjálfsagt vegna áhrifsbreytinga. f 2.1 til 2.5 verður
gerð grein fyrir helstu breytingum frá fommáli til 1584, en í 2.6 til 2.8
verður nánar fjallað um sömu atriði.
2.1
Röðina -áa(-) er einungis að finna í lýsingarhætti nútíðar og nd-
stofnum nafnorða í Guðbrandsbiblíu og er það undantekningalaust (sbr.
Bandle 1956:39—40). Þessir tveir hópar hafa því sérstöðu að því er
þessa röð varðar og er vandséð hvemig á því stendur.13 í þýðingu Odds
á Nýja testamentinu er heldur ekki ritað -áa(-) nema ef til vill einu sinni
í lýsingarhætti nútíðar og í lýsingarorði í þolfalli fleirtölu í karlkyni.
Um þetta segir Jón Helgason (1929:16):
Þó er það komið inn í siaande (præs.part.) [...], ef aa þar er = áa.
Tvírætt getur verið: hreinsit lik þraa (acc.pl.) [...], en þau dæmi,
sem nefnd hafa verið, benda til þess, að aa merki þar á.
Fleirtalan var skúar, skóar, síðar skór. Skv. fomum reglum var röðin -úa(-) leyfileg:
snúa, trúa, sbr. einnig búandi en bóndi (en ekki *bóandi) en hvor tveggja röðin var til
í fomu máli. Röðin -óa(-) vareinnig leyfð, sbr. mór, fleirtala móar.
13 Ekki kemur fram hjá Bandle hve þessi dæmi eru mörg en hann segir þetta undan-
tekningalaust. Ekki er hægt að tala um áhrif frá lýsingarhætti nútíðar sagna eins og glóa
eða trúa t.d. þar sem hátturinn er í heild sjaldgæfur hvort sem um er að ræða sagnmynd
eða nafnorð.