Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Page 80
78
Margrét Jónsdóttir
Þessi breyting, þ.e. að fram komi röðin -áa-, virðist því hafa orðið á
seinni hluta 16. aldai'. Og það sem breyst hefur frá fomu máli er það að
nú virðist eingöngu um beygingarfræðilega skilyrðingu að ræða.
Þess ber að geta að engin dæmi eru til um eignarfall fleirtölu kven-
kynsorða sem enda á (-)á í stofni og ekki eru heldur dæmi um -ar í eign-
arfalli eintölu sömu orða eins og siðar varð (sbr. Bandle 1956:215).14
Hins vegar em dæmi um orð eins og kné í eignarfalli fleirtölu, Knia,
og með greini Knianna. í þessu orði er því ekki ritað -áa- eins og síðar
varð væri orðið greinislaust. En enda þótt ritað sé Knia og eignarfalls-
merkið vanti fellur formið ekki saman við neitt annað. Það á hins vegar
t.d. ekki við um orð sem enda á (-)á í stofni.
2.2
Röðin -áu(-) er oftast rituð. Það á alltaf við um 1. persónu fleirtölu
nútíðar sagna: sjáum, náum. Það á einnig við um þátíð á sama hátt og
nú. Stundum er -áu- ritað í þágufalli fleirtölu nafnorða, stundum ekki;
það á þó hvorki við um kvenkynsorð sem enda á -á í stofni/rót: brá, tá
(-braam, taam) né um hvorugkynsorðin tré og kné (Triam, Kniam). I
lýsingarorðum með stofni sem endar á -á- var ýmist ritað -um eða -m
í viðeigandi föllum (sbr. Bandle 1956:69-70,302). En hvor leiðin sem
valin var sýndi þó um hvaða fall var að ræða í hvert skipti.
2.3
Röðin -óu(-) er alltaf rituð, sbr. miou, þ.e. veikt lýsingarorð í hvor-
ugkyni fleirtölu: dou, þ.e. 3. persóna fleirtölu í þátíð af sögninni deyja
(sbr. Bandle 1956:69-70).15
2.4
Alltaf er ritað -úu(-) nema í þágufalli fleirtölu kvenkynsnafnorða
14 Líklegast er að upprunalegir samhljóðastofnar eins og tá og þró séu á þessum tíma
einsog ö-stofnarí eignarfalli eintölu eins og þegarí fomu máli (sbr. Noreen 1970:284).
Það kemur þó hvergi beinlínis fram enda ekki víst að nein dæmi sé að finna.
15 Engin dæmi er að finna um orð eins og þró og ró í þágufalli fleirtölu. Hvort þau
hefðu orðið þróum og róum í stað þróm og róm er þó ekki víst.