Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Síða 83
Um leyfilegar raðir ífornu máli og nýju
81
myndun að ræða sem gaf íslenskt -an. En við hlið -an varð snemma til
-un sem hlaut að verða til við w-hljóðvarp vegna yfirfærslu í ö-stofna.
En einu gildir hvort viðskeytið er um að ræða, útkoman hefði orðið hin
sama. Nafhorðið smán og lýsingarorðið smár í þolfalli eintölu karlkyni,
smán, féllu því saman.
3. Nútíminn
Sé hugað að nútímamáli kemur í Ijós að ýmislegt hefur breyst ffá
þeim tíma er Guðbrandsbiblía kom út enda þótt ýmislegt sé þá þegar
orðið líkt því og nú er. f 3.1 til 3.4 verður ástandinu lýst eins og það er
nú. í 3.5 og 3.6 verður gerð nánari grein fyrir málinu.
3.1
-áa(-). Áður hefur verið minnst á nafnháttarmorfemin -a og -0. Sú
regla sem skilyrti þau er enn í fulli gildi; ekki er ritað -a á eftir -á: ná,
fá, sjá, sbr. einnig þvo <- þvá.16 Hins vegar eru sagnir eins og glóa og
trúa. Röðin -áa er heldur ekki leyfð í 3. persónu fleirtölu í nútíð: ná,
sjá,þvo. Að öðru leyti er hún leyfð.
Kvenkynsorð sem beygjast eins og á og mynda því eignarfall eintölu
með -r eru einnig stundum með -ar: krá - krár eða kráar, sbr. kráar-
eigandv, sbr. einnig skrá - skrár eða skráar, sbr. skráargat. Svo virðist
sem -ör-eignarfallið sé einkum bundið við tvennt: a) það getur komið
fram í samsettu orði, sbr. kráareigandi, enda er það alþekkt að í sam-
setningu getur orð hagað sér öðruvísi en eitt sér; b) þegar greina þarf
að tvær merkingar sama orðs. f orðinu skrá er um tvær merkingar að
ræða og aðgreining eftir merkingu kemur fram í eignarfallinu og sam-
setningum: skráargat en dagskrárstjóri. -ar-endingin er líka bundin
við orð eins og tá sem upphaflega var samhljóðsstofn: tá - táarP
Það kom fram í 2.1 að í Guðbrandsbiblíu höfðu umrædd kven-
16 Sögnin ske er með 0-morfemi í nafnhætti og 3. persónu fleirtölu f nútíð.
17 Dæmi eru til um eignarfallið tár enda þótt fá séu. Endinguna -ar í eignarfalli fá
líka einkvæð kvenkynsorð sem enda á -ú eða -ó:frú, trú, brú, þró, fló. Fleirtalan er
með -/•: frúr eða -r og hljóðvarpi: brýr, þrœr.flœr. Það sem sagt verður um eignarfall
fleirtölu hér á eftir á einnig að hluta til við þessi orð.