Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Page 87
Um leyfilegar raðir ífornu máli og nýju
85
ingarorða í þágufalli: blám (blá): bláum (blár)\fiám (flá): fláum (flár).
Ymislegt fleira mætti nefna, t.d. kvenkynsorðið kló í þágufalli fleirtölu
með greini, klónum, og hvorugkynsorðið kló í sama falli, klóunum, og
er þetta líklega eitt fárra dæma með hvorugkynsorði. Hins vegar falla
saman þágufall fleirtölu karlkynsorða eins og sár og Ijár og 1. persóna
fleirtölu í sögnum eins og sjá og Ijá svo að dæmi séu tekin: sáum, Ijáum.
Einnig fyrmefnd persóna og tala í sögnum og lýsingarorð í þágufalli:
fláum (flá og flár). Og áfram falla saman nafnháttur og 3. persóna fleir-
tölu þeirra sagna sem eru endingarlausar í nafnhætti. Ýmislegt fleira
mætti nefna. Hins vegar eru hvorki dæmi um andstöðu né samfall í
sambandi við -éi(-) —*• -é(-).
3.6
í 2.7 var vikið að sögnum en í lok 16. aldar varðveittu ýmsar upp-
runalegar ö-sagnir enn fom einkenni enda þótt flest allt í gerð þeirra
benti til annarra átta. Þessar sagnir hafa að miklu eða öllu leyti breytt
um beygingu og eru nú með -i(-) í eintölu í nútíð.
í fomu máli töldust nokkrar sagnir sem höfðu sömu gerð og spá, svo
að dæmi sé tekið, til é-sagna. Má þar nefna sagnir eins og gá,já, Ijá,
ná og tjá. Einkvæðar veikar sagnir af þessari gerð höfðu því tvenns
konar beygingu í fomu máli. Þessar sagnir hafa að sögnunum Ijá og ná
undanskildum varðveitt foma beygingu. Einkvæðar veikar sagnir sem
enda í stofni á -ú- og -ó- mynda hins vegar svo til einlitan hóp.23
í flestum skyldum málum voru é-sagnir lítill hópur. Helstu einkenni
þeirra hafa verið talin þau að þær eru yfirleitt myndaðar með hvarfstigi
rótar eða jafngildi þess og mjög oft eru þær áhrifslausar. Hvorugt er
þó alveg einhlítt og hefur ýmsum ekki þótt rétt að telja til einkenna.24 í
íslensku er þessi hópur allstór og í honum eru margar áhrifslausar sagnir
með hvarfstigi rótar en einnig fyrmefndar sagnir sem ekki hafa þau
einkenni sem áður voru nefnd. Þessar sagnir tilheyrðu é-sögnum þegar
í fomu máli eins og áður hefur komið fram. Hins vegar er ýmislegt sem
23 Þetta má t.d. lesa úr sagnaskrám í bók Valtýs Guðmundssonar (1922).
24 Sbr. t.d. Wagner (1956:161-162).