Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Page 98

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Page 98
96 Svavar Sigmundsson lyse), en sumir greina á milli „kontrastiv“ og „konfrontativ analyse“. Kontrastiv analyse er þá yfirhugtak, sem lftur aðallega á það sem er ólíkt með málunum, en konfrontativ þá undirhugtak sem lftur bæði á það sem er líkt og það sem er ólíkt, og mætti því kalla samanburðar- greiningu. Greiningin getur verið af ýmsu tagi, formlegur máljöfnuður sem tekur mið af ytri skilyrðum máls, t.d. myndun hljóða, eða merking- arlegur máljöfnuður þar sem bomar eru saman einingar máls sem merkja það sama. En spyrja má hvort yfirleitt sé hægt að bera saman mál á þennan hátt svo vit sé í. Það sem borið er saman verður þá að vera sambærilegt. Upplýsingamar sem fram koma við samanburðinn þurfa að vera í því formi að hægt sé að bera þær saman. 2. Ágrip af sögu máljöfnuðarins Máljöfnuður sem fræðigrein hófst í Bandaríkjunum í lok 6. ára- tugarins. Málfræðingur að nafni Robert Lado skrifaði bók með nafn- inu Linguistics across Cultures („Málvísindi yfir um menningar“) ár- ið 1957 og lýsti þar aðferðum við máljöfnuð sem áttu eftir að verða „klassískar". Hann setti málvísindum einnig það háleita mark að þau ættu að geta leyst flest vandkvæði sem felast í því að læra erlend tungu- mál. Annað markmið þessarar greinar málvísinda átti að vera að auka skilning milli þjóða, með því að læra mál annarra þjóða átti að fást inn- sýn í hugsunarhátt og menningarheim þeirra. Lado áleit að ástæðan til þess að menn gerðu villur í erlendu tungumáli væri sú, að menn töluðu eins og þeir væru vanir í móðurmáli sínu, líka þar sem málin væru ólík. Þá verður árekstur eða truflun (e. interference). Þetta heiti er komið frá Uriel Weinreich (1953). En þegar eitthvað flyst úr einu máli yfir í annað án þess að maður hafi lært það sérstaklega má kalla það yfir- færslu (e. transference eða positive transfer), þ.e. eitthvað fer á milli mála í bókstaflegri merkingu. En þegar truflun verður er talað um „ne- gative transfer“ á ensku. Þeir sem fóru að skoða þessi atriði nánar komust að því að mál- jöfnuður af þessu tagi gaf ekki svör við öllu sem barst þannig á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.