Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Page 98
96
Svavar Sigmundsson
lyse), en sumir greina á milli „kontrastiv“ og „konfrontativ analyse“.
Kontrastiv analyse er þá yfirhugtak, sem lftur aðallega á það sem er
ólíkt með málunum, en konfrontativ þá undirhugtak sem lftur bæði á
það sem er líkt og það sem er ólíkt, og mætti því kalla samanburðar-
greiningu.
Greiningin getur verið af ýmsu tagi, formlegur máljöfnuður sem
tekur mið af ytri skilyrðum máls, t.d. myndun hljóða, eða merking-
arlegur máljöfnuður þar sem bomar eru saman einingar máls sem
merkja það sama.
En spyrja má hvort yfirleitt sé hægt að bera saman mál á þennan hátt
svo vit sé í. Það sem borið er saman verður þá að vera sambærilegt.
Upplýsingamar sem fram koma við samanburðinn þurfa að vera í því
formi að hægt sé að bera þær saman.
2. Ágrip af sögu máljöfnuðarins
Máljöfnuður sem fræðigrein hófst í Bandaríkjunum í lok 6. ára-
tugarins. Málfræðingur að nafni Robert Lado skrifaði bók með nafn-
inu Linguistics across Cultures („Málvísindi yfir um menningar“) ár-
ið 1957 og lýsti þar aðferðum við máljöfnuð sem áttu eftir að verða
„klassískar". Hann setti málvísindum einnig það háleita mark að þau
ættu að geta leyst flest vandkvæði sem felast í því að læra erlend tungu-
mál. Annað markmið þessarar greinar málvísinda átti að vera að auka
skilning milli þjóða, með því að læra mál annarra þjóða átti að fást inn-
sýn í hugsunarhátt og menningarheim þeirra. Lado áleit að ástæðan til
þess að menn gerðu villur í erlendu tungumáli væri sú, að menn töluðu
eins og þeir væru vanir í móðurmáli sínu, líka þar sem málin væru ólík.
Þá verður árekstur eða truflun (e. interference). Þetta heiti er komið
frá Uriel Weinreich (1953). En þegar eitthvað flyst úr einu máli yfir í
annað án þess að maður hafi lært það sérstaklega má kalla það yfir-
færslu (e. transference eða positive transfer), þ.e. eitthvað fer á milli
mála í bókstaflegri merkingu. En þegar truflun verður er talað um „ne-
gative transfer“ á ensku.
Þeir sem fóru að skoða þessi atriði nánar komust að því að mál-
jöfnuður af þessu tagi gaf ekki svör við öllu sem barst þannig á