Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Page 99
íslenska í samanburði við önnur mál
97
milli mála. Máljöfnuður gat sagt fyrir um villur af vissu tagi, en með
villugreiningu—athugun á raunverulegum villum hjá þeim sem not-
uðu erlent mál — komu fram annars konar villur líka. Ef maður veit
ekki hvað eitthvað heitir á erlendu máli sem verið er að læra, mark-
málinu (target language eða M2) og geri sér það ljóst, notar maður
ekki bara eitthvert orð úr sínu eigin máli (Ml), heldur fer að umorða
eða umskrifa út frá því litla sem maður kann í málinu. Menn geta líka
farið að nota orðasamband sem er fátítt í erlenda málinu en sem svarar
til einhvers sem er algengt í móðurmálinu. Menn gera líka villur í er-
lenda málinu af því að kennslubækur eru ófullnægjandi. Sem dæmi má
taka að eftir aðra heimsstyrjöld þegar Bandaríkjamenn fóru að semja
kennslubækur í japönsku fyrir sig voru þar aðeins dæmi um japanskar
setningar með frumlagi, þó svo að japanska haíi oft frumlagslausar
setningar. Síðan halda ýmsir þar að japanska hafi alltaf frumlag í setn-
ingu.
Ein tegund villna sem Lado (1957) gerði ekki ráð fyrir í sínum ritum
var alhæfingin, þar sem menn hafa lært regluna en ekki undantekning-
una, t.d. útlendingur sem notaði þátíðina *takaði í stað tók af sögninni
taka. Hann vissi að flestar íslenskar sagnir hefðu -aði í þátíð en þátíð
sterkra sagna hefði hann ekki lært ennþá.
Andstæðugreiningin fer fram á þann hátt að tekin eru saman ákveðin
atriði í einu máli og síðan í öðru. Þá eru lýsingaraðferðir bomar saman
og gengið úr skugga um að þær séu eins fyrir bæði mál. Þriðja saman-
burðarstigið (tertium comparationis) er heild allra þeirra sameiginlegu
atriða í málunum sem borin eru saman. Síðan er greiningunni hald-
ið áfram með því að bera atriðin í hvoru máli um sig við þetta þriðja
stig.
Máljöfnuður er stundaður víða í heiminum sem fræðigrein. í Banda-
ríkjunum, þar sem hann hófst, hefur verið gerður samanburður á
spönsku og ensku, ítölsku og ensku o.fl. Það var á tíma „klassískrar"
andstæðugreiningar og gert með hagnýtingu fyrir augum. En eftir að
farið var að gagnrýna þessa aðferð hafa ekki verið gefnar út niðurstöður
andstæðugreininga um mál í heild sinni, heldur hafa menn snúið sér að
einstökum sérsviðum.